Við á Hlaðhömrum vorum svo heppin að fá tímabundin afnot af Brúarlandi, þar sem það þurfti að ráðast í endurbætur á Hlaðhömrum.
Ákveðið var með stuttum fyrirvara að nýta þetta frábæra og nýuppgerða hús og fara með tvo elstu árgangana þangað. Börn og starfsfólk tóku þessum breytingum vel, börnunum finnst þetta algert ævintýri og eru mjög sátt. Starfið gengur því mjög vel enda góður andi í húsinu og fullt af skemmtilegum útivistarsvæðum í kring sem við erum dugleg að nýta okkur.
Davíð Sigurðsson kom í heimsókn til okkar í Brúarland en hann hafði einmitt yfirumsjón með endurgerð hússins.