Tillagan tekur til lóða nr. 16-22 og 24-26 við Gerplustræti og nr. 15-19 Vefarastræti og nálægra umferðargatna. Athugasemdafrestur er til 26. mars 2014.
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðsvæðis Helgafellshverfis sem samþykkt var 13.12.2006 og síðast breytt 12.3.2008.
Tillagan tekur til lóða nr. 16-22 og 24-26 við Gerplustræti og nr. 15-19 Vefarastræti og nálægra umferðargatna.
Helstu breytingar samkvæmt tillögunni eru þessar:
- Gata á milli Vefara- og Gerplustrætis sem aðskilur lóðirnar er felld niður.
- Torg norðan lóðanna er minnkað og tvístefna sett norðan þess í stað einstefnu.
- Byggingarreitir, húsgerðir og lóðaskipting breytist.
- Íbúðum fjölgar úr 71 í 73.
- Bílastæðum í kjallara fækkar úr 71 í 54.
- Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 12. febrúar 2014 til og með 26. mars 2014, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir.
- Götuhliðar húsa við Gerplustræti lækka úr 3 hæðum í tvær, en götuhliðar að Vefarastræti hækka úr þremur í fjórar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 26. mars 2014.
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: