Fjórða opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Eins fram hefur komið, er í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Börn með umfram orku – hagnýt ráð í dagsins önn
Fjórða opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar
Eins fram hefur komið, er í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unginga geta nýtt sér.
Að þessu sinni mun Bóas Valdórsson sálfræðingur, fjalla um vel virk börn eða börn með umfram orku og byggir hann fyrirlestur sinn á fjölbreyttri reynslu sinni í vinnu með börnum.
Bóas hefur unnið í yfir 20 ár með börnum og unglingum á ýmsum sviðum og veltir hann m.a. upp spurningunum: Hvaða kröfur gerum við og hvaða væntingar höfum við hvað varðar hegðun, hlýðni og háttalag barna og unglinga ?