Föstudagurinn 7. febrúar var dagur stærðfræðinnar.
Í Krikaskóla var hann haldinn hátíðlegur með stöðvavinnu barnanna miðvikudaginn 12. febrúar. Viðfangsefnið að þessu sinni var fjármálastærðfræði og fjármálalæsi. Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt. Að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu, einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjái hana í víðara samhengi.
Börn úr þremur árgöngum Krikaskóla unnu við þetta verkefni. Elstu börnin voru hópstjórar og stýrðu vinnu síns hóps sem samanstóð af 4-9 ára börnum. Sérstakir þemadagar eru unnir með þessu móti þvert á skólann. Settar eru upp margar vinnustöðvar sem börnin fara á milli. Hópstjórar leiða þá stýringu.
„Það er ótrúleg tilfinning að standa á pallinum í skólanum og heyra ekki hljóð því allir eru niðursokknir í vinnu. Svo allt í einu opnast allar hurðir og skólinn iðar af lífi þegar börnin fara milli svæða. Síðan dettur allt í dúnalogn aftur þegar börnin sökkva sér niður í næsta verkefni.“ sögðu kennarar.
Yngstu börnin 2 og 3 ára komu síðan á hverjar stöð fyrir sig yfir daginn og tóku þátt í því sem þau gátu með aðstoð sinna kennara.
Einn hópstjóri úr 4. bekk aðstoðar tvö 4 og 5 ára börn í sínum hópi.