Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Föstu­dag­ur­inn 7. fe­brú­ar var dag­ur stærð­fræð­inn­ar.

Í Krika­skóla var hann hald­inn há­tíð­leg­ur með stöðvavinnu barn­anna mið­viku­dag­inn 12. fe­brú­ar. Við­fangs­efn­ið að þessu sinni var fjár­mála­stærð­fræði og fjár­mála­læsi. Markmið með degi stærð­fræð­inn­ar er tví­þætt. Að vekja nem­end­ur og sem flesta aðra til um­hugs­un­ar um stærð­fræði og hlut­verk henn­ar í sam­fé­lag­inu, einn­ig að fá nem­end­ur til að koma auga á mögu­leika stærð­fræð­inn­ar og sjái hana í víð­ara sam­hengi.

Börn úr þrem­ur ár­göng­um Krika­skóla unnu við þetta verk­efni. Elstu börn­in voru hóp­stjór­ar og stýrðu vinnu síns hóps sem sam­an­stóð af 4-9 ára börn­um. Sér­stak­ir þema­dag­ar eru unn­ir með þessu móti þvert á skól­ann. Sett­ar eru upp marg­ar vinnu­stöðv­ar sem börn­in fara á milli. Hóp­stjór­ar leiða þá stýr­ingu.

„Það er ótrú­leg til­finn­ing að standa á pall­in­um í skól­an­um og heyra ekki hljóð því all­ir eru nið­ur­sokkn­ir í vinnu. Svo allt í einu opn­ast all­ar hurð­ir og skól­inn iðar af lífi þeg­ar börn­in fara milli svæða. Síð­an dett­ur allt í dúna­logn aft­ur þeg­ar börn­in sökkva sér nið­ur í næsta verk­efni.“ sögðu kenn­ar­ar.

Yngstu börn­in 2 og 3 ára komu síð­an á hverj­ar stöð fyr­ir sig yfir dag­inn og tóku þátt í því sem þau gátu með að­stoð sinna kenn­ara.

Einn hóp­stjóri úr 4. bekk að­stoð­ar tvö 4 og 5 ára börn í sín­um hópi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00