Að gefnu tilefni vill Mosfellsbær koma því á framfæri til foreldra leik- og grunnskólabarna að haldinn var fundur í Hlégarði miðvikudaginn 19. febrúar. Þangað bauð bæjarstjórn fulltrúum foreldrafélaga, foreldraráða leikskóla, fulltrúum foreldra í skólaráðum grunnskóla, skólastjórnendum og fræðslunefnd til að ræða framkomnar tillögur um uppbyggingu skólamannvirkja í bænum.
Að gefnu tilefni vill Mosfellsbær koma því á framfæri til foreldra leik- og grunnskólabarna að haldinn var fundur í Hlégarði miðvikudaginn 19. febrúar. Þangað bauð bæjarstjórn fulltrúum foreldrafélaga, foreldraráða leikskóla, fulltrúum foreldra í skólaráðum grunnskóla, skólastjórnendum og fræðslunefnd til að ræða framkomnar tillögur um uppbyggingu skólamannvirkja í bænum.
Umfangsmikið og lærdómsríkt samráðsferli sem staðið hefur yfir síðastliðið ár er komið á ákveðin tímamót og ástæða þótti til að gera þeim skil á þennan hátt. Í ferlinu hafa komið upp margar góðar hugmyndir og hægt hefur verið að koma á móts við flestar þeirra.
Markmið fundarins var að bæjarfulltrúar gætu heyrt skoðanir fólks milliliðalaust og hlustað á ólík sjónarmið sem upp hafa komið í umræðunni. Því miður bárust fundarboð seinna en ætlað var til nokkurra fulltrúa foreldra og var það miður. Fulltrúar foreldrafélaga komu á fundinn en eftir kynningu bæjarstjóra á tillögum fræðslunefndar hélt fulltrúi foreldra í fræðslunefnd ræðu um upplifun þeirra af samráðsferlinu. Að því loknu yfirgaf hluti fulltrúa foreldra fundinn.
Fulltrúar frá foreldrafélagi og foreldraráði Huldubergs og foreldrafélagi og skólaráði Varmárskóla ásamt fulltrúa foreldra í skólaráði Lágafellsskóla sátu áfram og tóku þátt í umræðum og áttu gagnlegt samtal við bæjarfulltrúa.
Til að skýra enn frekar það sem aðallega er í umræðunni þessa dagana er vert að taka fram:
- Nokkuð góð sátt hefur náðst eftir miklar umræður á vestursvæði um að stofna útibú frá Lágafellsskóla fyrir 5, 6 og 7 ára börn við Æðarhöfða og byggja þar nýtt skólahús.
- Hægt var að fara að óskum margra á austursvæði þar sem fallið hefur verið frá framkomnum hugmyndum um nýtingu Brúarlands.
- Ákveðið hefur verið að fara vel og faglega yfir sviðsmynd um skóla á miðbæjarsvæði eða við Sunnukrika.
- Skóli í Helgafellslandi verður ekki byggður fyrr en af aflokinni skoðun á sviðsmynd um miðbæjarskóla. Farið hefur verið að ósk foreldra um að þar flýti menn sér hægt.
Punkta frá umræðum fundarins 19. febrúar má finna hér.
Útdrátt af tillögum fræðslunefndar er voru til umræðu má nálgast hér.
Þeir sem hafa spurningar um tillögur fræðslunefndar eru hvattir til að snúa sér til skólaskrifstofu.