Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. febrúar 2014

    Að gefnu til­efni vill Mos­fells­bær koma því á fram­færi til for­eldra leik- og grunn­skóla­barna að hald­inn var fund­ur í Hlé­garði mið­viku­dag­inn 19. fe­brú­ar. Þang­að bauð bæj­ar­stjórn full­trú­um for­eldra­fé­laga, for­eldra­ráða leik­skóla, full­trú­um for­eldra í skóla­ráð­um grunn­skóla, skóla­stjórn­end­um og fræðslu­nefnd til að ræða fram­komn­ar til­lög­ur um upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja í bæn­um.

    Að gefnu til­efni vill Mos­fells­bær koma því á fram­færi til for­eldra leik- og grunn­skóla­barna að hald­inn var fund­ur í Hlé­garði mið­viku­dag­inn 19. fe­brú­ar. Þang­að bauð bæj­ar­stjórn full­trú­um for­eldra­fé­laga, for­eldra­ráða leik­skóla, full­trú­um for­eldra í skóla­ráð­um grunn­skóla, skóla­stjórn­end­um og fræðslu­nefnd til að ræða fram­komn­ar til­lög­ur um upp­bygg­ingu skóla­mann­virkja í bæn­um.

    Um­fangs­mik­ið og lær­dóms­ríkt sam­ráðs­ferli sem stað­ið hef­ur yfir síð­ast­lið­ið ár er kom­ið á ákveð­in tíma­mót og ástæða þótti til að gera þeim skil á þenn­an hátt. Í ferl­inu hafa kom­ið upp marg­ar góð­ar hug­mynd­ir og hægt hef­ur ver­ið að koma á móts við flest­ar þeirra.

    Markmið fund­ar­ins var að bæj­ar­full­trú­ar gætu heyrt skoð­an­ir fólks milli­liða­laust og hlustað á ólík sjón­ar­mið sem upp hafa kom­ið í um­ræð­unni. Því mið­ur bár­ust fund­ar­boð seinna en ætlað var til nokk­urra full­trúa for­eldra og var það mið­ur. Full­trú­ar for­eldra­fé­laga komu á fund­inn en eft­ir kynn­ingu bæj­ar­stjóra á til­lög­um fræðslu­nefnd­ar hélt full­trúi for­eldra í fræðslu­nefnd ræðu um upp­lif­un þeirra af sam­ráðs­ferl­inu. Að því loknu yf­ir­gaf hluti full­trúa for­eldra fund­inn.

    Full­trú­ar frá for­eldra­fé­lagi og for­eldra­ráði Huldu­bergs og for­eldra­fé­lagi og skóla­ráði Varmár­skóla ásamt full­trúa for­eldra í skóla­ráði Lága­fells­skóla sátu áfram og tóku þátt í um­ræð­um og áttu gagn­legt sam­tal við bæj­ar­full­trúa.

    Til að skýra enn frek­ar það sem að­al­lega er í um­ræð­unni þessa dag­ana er vert að taka fram:

    • Nokk­uð góð sátt hef­ur náðst eft­ir mikl­ar um­ræð­ur á vest­ur­svæði um að stofna úti­bú frá Lága­fells­skóla fyr­ir 5, 6 og 7 ára börn við Æð­ar­höfða og byggja þar nýtt skóla­hús. 
    • Hægt var að fara að ósk­um mar­gra á aust­ur­svæði þar sem fall­ið hef­ur ver­ið frá fram­komn­um hug­mynd­um um nýt­ingu Brú­ar­lands.
    • Ákveð­ið hef­ur ver­ið að fara vel og fag­lega yfir sviðs­mynd um skóla á mið­bæj­ar­svæði eða við Sunnukrika.
    • Skóli í Helga­fellslandi verð­ur ekki byggð­ur fyrr en af af­lok­inni skoð­un á sviðs­mynd um mið­bæj­ar­skóla. Far­ið hef­ur ver­ið að ósk for­eldra um að þar flýti menn sér hægt.

    Punkta frá um­ræð­um fund­ar­ins 19. fe­brú­ar má finna hér.
    Út­drátt af til­lög­um fræðslu­nefnd­ar er voru til um­ræðu má nálg­ast hér.

    Þeir sem hafa spurn­ing­ar um til­lög­ur fræðslu­nefnd­ar eru hvatt­ir til að snúa sér til skóla­skrif­stofu.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00