Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. febrúar 2014

Nýtt hús­næði Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ var vígt föstu­dag­inn 24. janú­ar að við­stöddu fjöl­menni.

Með því lýk­ur tæp­lega sex ára veg­ferð frá því að sam­komulag um stofn­un skól­ans var und­ir­ritað þann 19. fe­brú­ar árið 2008 af mennta­mála­ráð­herra og bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar. Skól­inn hóf starf­semi haust­ið 2009, fram­kvæmd­ir við hús­ið hóf­ust í júní 2012 og hófst kennsla í hús­inu nú í janú­ar.

Vígslu­at­höfn­in var ein­stak­lega glæsi­leg og þar var boð­ið upp á tón­list­ar­at­riði að hætti Mos­fell­inga. Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar tók á móti gest­um, nem­end­ur í tón­list­ar­deild Lista­skól­ans léku og hljóm­sveit­in Kal­eo spil­aði nokk­ur lög.

Guð­björg Að­al­bergs­dótt­ir skóla­meist­ari bauð gesti vel­komna, Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hélt ávarp ásamt Ragn­heiði Rík­harðs­dótt­ur þing­manni og Har­aldi Sverris­syni bæj­ar­stjóra. Pét­ur Guð­munds­son for­stjóri Eykt­ar af­henti að lok­um Guð­björgu form­lega lykla­völd að hús­inu.

Skól­inn tek­ur 400-500 nem­end­ur

Stærð bygg­ing­ar­inn­ar er um 4100 m2 og tek­ur hún um 400-500 nem­end­ur. Hús­inu er skipt í sex kennsluklasa eft­ir náms­grein­um eða náms­greina­flokk­um og í hverj­um klasa eru stór rými, lít­il, opin og lok­uð. Stund­um er all­ur hóp­ur­inn sam­an í kennslu­stof­unni en skipt­ist líka nið­ur í minni hópa sem dreifast um klas­ann. Hús­ið er ein­stak­lega glæsi­legt og sam­ræm­ist vel um­hverf­inu og áhersl­um skól­ans sem eru á um­hverfi og auð­lind­ir.

Mun hafa mik­il áhrif á sam­fé­lag­ið

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, sagði við þetta til­efni að það hafi ver­ið heilla­skref að stofna skól­ann og að staða hans ætti eft­ir að styrkjast veru­lega um ókomin ár. „Skól­inn mun styðja vel við skóla­sam­fé­lag­ið sem fyr­ir er og efla unga fólk­ið okk­ar til góðra verka. Til­koma bæði svona glæsi­legs húss og enn­frem­ur þess stóra hóps af fólki sem kem­ur til með að starfa hér við kennslu og nám, í hjarta bæj­ar­ins, mun hafa mik­il áhrif á það sam­fé­lag sem við búum“.

Mos­fells­bær stend­ur að bygg­ingu skól­ans ásamt rík­inu og legg­ur til 40% stofn­kostn­að­ar. Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins sá um eft­ir­lit með fram­kvæmd­un­um fyr­ir hönd mennta– og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins og Mos­fells­bæj­ar. Að­al­verktaki húss­ins er Eykt ehf.

Hönn­un

  • a2f arki­tekt­ar – arki­tekta– og sam­ræm­ing­ar­hönn­un
  • Birk­ir Ein­ars­son – lands­lags­hönn­un
  • Bryndís Bolla­dótt­ir – list­skreyt­ing
  • Dreka­fluga – lýs­ing­ar­hönn­un
  • Efla – hljóð­hönn­un
  • Verk­fræði­stofa Jó­hanns Ind­riða­son­ar – raf­magns­hönn­un
  • Verkís – burð­ar­þols og lagna­hönn­un, um­hverf­is­vott­un
  • VSI ör­ygg­is­hönn­un og ráð­gjöf – bruna­hönn­un

Mynd 1: Skóla­meist­ari tek­ur við lykl­un­um úr hönd­um for­stjóra Eykt­ar.
Mynd 2: Ánægð með ný húsa­kynni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00