Húsnæðismál grunnskólanna í Mosfellsbæ hafa verið til umræðu síðustu mánuði. Í umfangsmiklu samráðsferli sem staðið hefur yfir í heilt ár hafa meðal annars verið haldnir fjölmargir fundir með foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum ásamt tveimur opnum skólaþingum.
Húsnæðismál grunnskólanna í Mosfellsbæ hafa verið til umræðu síðustu mánuði. Í umfangsmiklu samráðsferli sem staðið hefur yfir í heilt ár hafa meðal annars verið haldnir fjölmargir fundir með foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum ásamt tveimur opnum skólaþingum.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til lausnir í nokkrum liðum við bæjarstjórn á fundi sínum þann 11.febrúar, hægt er að sjá fundargerð nefndarinnar hér á heimasíðunni.
Einnig er hér hægt að sjá samantektarskýrslu sem lá fyrir nefndinni þar sem farið er yfir aðdraganda málsins, framvindu þess og lagðar fram forsendur til ákvörðunartöku. Til að halda utan um upplýsingaflæði og koma í veg fyrir misskilning er hægt að skoða samantekt á algengustu spurningum og svörum við þeim.
- Á 291. fundi fræðslunefndar var eftirfarandi samþykkt.pdf
- Samantektarskýrsla um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ.pdf
- Spurt og svarað um skólamál.pdf