Laugardaginn 22. febrúar n.k. frá kl. 14:00 til 17:00 verður opið hús í dagþjónustu Skálatúns í tilefni af 60 ára afmæli Skálatúnsheimilisins.
Gestir og gangandi verða boðnir velkomnir, starfsemin kynnt og kaffiveitingar í boði.
30. janúar s.l. voru liðin 60 ár frá því að fyrstu börnin fluttu á Skáltúnsheimilið. Það telst því vera stofndagur Skálatúnsheimilisins.
Að kvöldi afmælisdagsins 30. janúar var haldin veisla fyrir íbúa og starfsmenn í Harðarbóli í Mosfellsbæ. Þema kvöldisns var kúrekar. Afmælisfagnaðurinn heppnaðist vel og gestirnir skemmtu sér hið besta. Páll Óskar Hjálmtýsson og Bjartmar Guðlaugsson skemmtu, Heiða Sigrún Andrésdóttir kenndi línudans og hljómsveitin Kókos úr Mosfellsbæ lék fyrir dansi. Listamennirnir gáfu allir vinnu sína. Þá gaf Bakarí Mosfellsbæjar veglega afmælistertu sem gestir gæddu sér á.
Íbúar og starfsfólk Skálatúns vilja nota þetta tækifæri og þakka ofangreindum velunnurum Skálatúns kærlega fyrir þeirra framlag.