Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. febrúar 2014

Laug­ar­dag­inn 22. fe­brú­ar n.k. frá kl. 14:00 til 17:00 verð­ur opið hús í dag­þjón­ustu Skála­túns í til­efni af 60 ára af­mæli Skála­túns­heim­il­is­ins.

Gest­ir og gang­andi verða boðn­ir vel­komn­ir, starf­sem­in kynnt og kaffi­veit­ing­ar í boði.

30. janú­ar s.l. voru lið­in 60 ár frá því að fyrstu börn­in fluttu á Skál­túns­heim­il­ið. Það telst því vera stofndag­ur Skála­túns­heim­il­is­ins.

Að kvöldi af­mæl­is­dags­ins 30. janú­ar var hald­in veisla fyr­ir íbúa og starfs­menn í Harð­ar­bóli í Mos­fells­bæ. Þema kvöld­isns var kú­rek­ar. Af­mæl­is­fagn­að­ur­inn heppn­að­ist vel og gest­irn­ir skemmtu sér hið besta. Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son og Bjart­mar Guð­laugs­son skemmtu, Heiða Sigrún Andrés­dótt­ir kenndi línu­dans og hljóm­sveit­in Kó­kos úr Mos­fells­bæ lék fyr­ir dansi. Lista­menn­irn­ir gáfu all­ir vinnu sína. Þá gaf Bak­arí Mos­fells­bæj­ar veg­lega af­mælistertu sem gest­ir gæddu sér á.

Íbú­ar og starfs­fólk Skála­túns vilja nota þetta tæki­færi og þakka of­an­greind­um velunn­ur­um Skála­túns kær­lega fyr­ir þeirra fram­lag.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00