Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:30-19:00 verða niðurstöður rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ kynntar í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Allir sem láta sig málefni ungs fólks í Mosfellsbæ varða eru hvattir til að mæta á fundinn.
Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:30-19:00 verða niðurstöður rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Mosfellsbækynntar í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Árið 2013 var könnuð vímuefnaneysla í 8.-10.bekk grunnskólans og hagir og líðan ungmenna í 5.-7. bekk. Niðurstöður þeirra kannanna verða kynntar.
Kynningin er hluti af samstarfi Mosfellsbæjar og fyrirtækisins Rannsóknir & greining sem miða að því að vinna hagnýtar upplýsingar í því skyni að auðvelda stefnumótun og áætlanagerð í málefnum ungs fólks í bæjarfélaginu.
Dagskrá:
- Formaður fjölskyldunefndar setur fundinn
- Rannsóknir & greining – kynning á niðurstöðum
- Hugleiðing um aukningu á neyslu eftir grunnskóla
- Umræður
Allir sem láta sig málefni ungs fólks í Mosfellsbæ varða eru hvattir til að mæta á fundinn.