Mosfellsbær hefur útbúið umsóknareyðublöð fyrir framkvæmdaraðila vegna tímabundinna framkvæmda og viðburða í landi í eigu Mosfellsbæjar. Markmið með þessu breytta verklagi er að tryggja betur öryggi vegfarenda, framkvæmdaaðila og verkamanna að störfum, auk þess sem Lögregla höfuðborgarsvæðisins gerir nú auknar kröfur um upplýsingar um þá atburði sem geti haft áhrif á umferð.
Mosfellsbær hefur útbúið umsóknareyðublöð fyrir framkvæmdaraðila vegna tímabundinna framkvæmda og viðburða í landi í eigu Mosfellsbæjar. Markmið með þessu breytta verklagi er að tryggja betur öryggi vegfarenda, framkvæmdaaðila og verkamanna að störfum, auk þess sem Lögregla höfuðborgarsvæðisins gerir nú auknar kröfur um upplýsingar um þá atburði sem geti haft áhrif á umferð.
Aðilar sem sem hyggjast ráðast í framkvæmdir eða viðburði á landi bæjarins eða götum og stígum í umsjá bæjarins þurfa því framvegis að sækja um sérstakt framkvæmdaleyfi til bæjarins. Þetta gildir t.d. um skrúðgöngur, almenningshlaup og kvikmyndatökur, eða gatna-, lagna- og byggingaframkvæmdir sem geta haft í för með sér röskun eða takmörkun á umferð um götur eða stíga bæjarins.
Umsóknir um framkvæmdaheimild má senda inn rafrænt hér í gegnum heimasíðu bæjarins.