Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. febrúar 2014

    Mos­fells­bær hef­ur út­bú­ið um­sókn­areyðu­blöð fyr­ir fram­kvæmdarað­ila vegna tíma­bund­inna fram­kvæmda og við­burða í landi í eigu Mos­fells­bæj­ar. Markmið með þessu breytta verklagi er að tryggja bet­ur ör­yggi veg­far­enda, fram­kvæmda­að­ila og verka­manna að störf­um, auk þess sem Lög­regla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ger­ir nú aukn­ar kröf­ur um upp­lýs­ing­ar um þá at­burði sem geti haft áhrif á um­ferð.

    Mos­fells­bær hef­ur út­bú­ið um­sókn­areyðu­blöð fyr­ir fram­kvæmdarað­ila vegna tíma­bund­inna fram­kvæmda og við­burða í landi í eigu Mos­fells­bæj­ar.  Markmið með þessu breytta verklagi er að tryggja bet­ur ör­yggi veg­far­enda, fram­kvæmda­að­ila og verka­manna að störf­um, auk þess sem Lög­regla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ger­ir nú aukn­ar kröf­ur um upp­lýs­ing­ar um þá at­burði sem geti haft áhrif á um­ferð.


    Að­il­ar sem sem hyggjast ráð­ast í fram­kvæmd­ir eða við­burði á landi bæj­ar­ins eða göt­um og stíg­um í um­sjá bæj­ar­ins þurfa því fram­veg­is að sækja um sér­stakt fram­kvæmda­leyfi til bæj­ar­ins.  Þetta gild­ir t.d. um skrúð­göng­ur, al­menn­ings­hlaup og kvik­mynda­tök­ur, eða gatna-, lagna- og bygg­inga­fram­kvæmd­ir sem geta haft í för með sér rösk­un eða tak­mörk­un á um­ferð um göt­ur eða stíga bæj­ar­ins.

    Um­sókn­ir um fram­kvæmda­heim­ild má senda inn ra­f­rænt hér í gegn­um heima­síðu bæj­ar­ins.

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00