Þrettán efnileg ungmenni hlutu styrk 2012
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum 13 ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt-, tómstund eða list yfir sumartímanna.
Sumardagurinn fyrsti 2012
Haldið verður hátíðlega upp á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl, en farið verður í skrúðgöngu frá Miðbæjartorginu.
Blaklið Aftureldingar spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn
Eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í undanúrslitum Mikasadeildar kvenna í blaki er ljóst að Afturelding mun spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Styrkir veittir til efnilegra ungmenna 2012
íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum 13 ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt, tómstund eða list yfir sumartímann.
Bygging framhaldsskóla í útboð
Eins og Mosfellingar þekkja þá hóf Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ störf í bráðabrigðahúsnæði í gamla skólahúsinu að Brúarlandi haustið 2009. Nýliðna helgi var síðan auglýst útboð nýbyggingar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ hjá Ríkiskaupum.
Dagskrá Menningarvors 2012
Menningarvor í Mosfellsbæ byrjar í kvöld með Hernumin Mosfellssveit.
Á skólasvæði Lágafellsskóla: 3 deiliskipulagstillögur
Mosfellsbær auglýsir samkvæmt 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að nýju deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tvær tillögur að breytingum á eldra deiliskipulagi, sem hér segir:
Lestur er bestur - Bókasafnsdagurinn í Bókasafni Mosfellsbæjar 17. apríl
Þriðjudaginn 17. apríl verður haldið upp á Bókasafnsdaginn í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Sungið og svingað með Agli Ólafssyni og Tríói Reynis Sigurðssonar
Sungið og svingað verður með Agli Ólafssyni og Tríói Reynis Sigurðssonar en þeir munu flytja lög eftir Sigfús Halldórsson, Oddgeir Kristjánsson og Jón Múla Árnason í Bókasafni Mosfellsbæjar 17. apríl kl. 20.00 – 21.30.
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar 17. apríl 2012
Vortónleikar Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar verða haldnir þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl. 20:00 í Langholtskirkju.
Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar 13. - 18. apríl 2012
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 13. – 18. apríl n.k. í Kjarna.
Innleiðing á blárri pappírstunnu
Mosfellsbær hefur til langs tíma sett umhverfismál sveitarfélagsins í öndvegi og hefur nú ákveðið að stíga skref til aukinnar flokkunar nú í vor með innleiðingu á sérstakri endurvinnslutunnu fyrir pappírsúrgang, til að endurvinna úrgang frá hverju heimili.
Landsmótsnefnd og Mosfellsbær undirrita samning
2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ dagana 8.-10. júní í sumar. Þann 6. mars voru undirritaðir samningar á milli landsmótsnefndar og Mosfellsbæjar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmótsnefndar, undirrituðu samninginn.
Opnun íþróttamannvirkja um páskahátíðina
Vakin er athygli á opnun íþróttamannvirkja um páskahátíðina.
Umsóknafrestur rann út 28.03 vegna sumarstarfa fyrir ungmenni
Góð staða Mosfellsbæjar - Ársreikningur 2011
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 var lagður fram í bæjarráði í dag og honum vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Sýning á íþróttamótabók Aftureldingar og Drengs
Sýningarskápurinn er fyrir framan Bókasafn Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem vera átti miðvikudaginn 28. mars breytist og verður haldið í samvinnu við Foreldrafélag Lágafellsskóla þriðjudagskvöldið 27. mars klukkan 20 í Lágafellsskóla
Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2012
Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf, sumarátaksstörf og störf í vinnuskóla fyrir sumarið 2012.
Vel heppnað íþrótta- og tómstundaþing
Laugardaginn 17. mars boðaði íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþrótta- og tómstundaþings. Markmiðið var m.a. að auka samvinnu og samstarf bæjarins við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins, auka gagnkvæman skilning og fylgja eftir og marka áfram stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum, sem unnið hefur verið að á síðustu árum.