Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. mars 2012

Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2011 var lagð­ur fram í bæj­ar­ráði í dag og hon­um vís­að til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

Rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2011 og var rekstr­araf­gang­ur fyr­ir fjár­magnsliði um 560 millj­ón­ir sem er um 10% af tekj­um. Rekst­ur stofn­ana bæj­ar­ins var í sam­ræmi við áætl­un sem tókst með sam­stilltu átaki allra starfs­manna. Tekj­ur urðu meiri en fjár­hags­áætl­un gerði ráð fyr­ir, hins­veg­ar urðu verð­bæt­ur mun hærri og er það vegna meiri verð­bólgu í land­inu en gert var ráð fyr­ir. Því var að teknu til­liti til fjár­magnsliða nið­ur­stað­an nei­kvæð um 26 millj­ón­ir eða 0,4% af tekj­um sem er rúm­lega 40 millj­ón­um betri af­koma en áætl­un gerði ráð fyr­ir.

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar voru 8.822 þann 1. des­em­ber 2011 og hafði fjölg­að um 2,2% frá fyrra ári.

Skulda­hlut­fall nið­ur í 148% af tekj­um

Kenni­töl­ur úr rekstri bera vott um góða stöðu bæj­ar­sjóðs. Veltu­fé frá rekstri er 677 millj.kr. sem 12% af rekstr­ar­tekj­um og fram­legð frá rekstri er 15%. Skulda­hlut­fall hef­ur lækk­að nið­ur í 148% en var 179% árið 2010 og er þar með kom­in nið­ur fyr­ir 150% mörk­in sem ný sveit­ar­stjórn­ar­lög setja sveit­ar­fé­lög­um. Er þetta þrátt fyr­ir að inn í þess­um töl­um sé lán­taka vegna bygg­ingu nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is sem er verk­efni sem Mos­fells­bær er að sinna fyr­ir rík­is­vald­ið. Eig­ið fé í árs­lok nem­ur 3.663 millj­ón­um, jókst um 66 millj­ón­ir á ár­inu og er eig­fjár­hlut­fall­ið 31%.

Fræðslu-, fé­lags- og íþrótta­mál eru um­fangs­mestu verk­efn­in

Fræðslu­mál eru lang­stærsti mála­flokk­ur­inn en til hans runnu 2.313 millj. kr. á ár­inu 2011 eða rúm­lega 50% af skatt­tekj­um. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 864 millj­ón­um og er þar með­tal­in mál­efni fatl­aðs fólks sem er ný þjón­usta sem sveit­ar­fé­lag­ið sinn­ir. Vel hef­ur tek­ist til við rekst­ur þessa nýja mála­flokks og var hann sam­kvæmt áætl­un. Íþrótta- og æsku­lýðs­mál eru þriðja stærsta verk­efni bæj­ar­ins en til þeirra mála var var­ið um 523 millj. kr. á ár­inu 2011.

Nýr leik­skóli og hjúkr­un­ar­heim­ili í bygg­ingu

Í fram­kvæmd­ir var var­ið á ár­inu 2011 um 390 millj. kr. Stærsta ein­staka fram­kvæmd­in er bygg­ing nýs 30 rýma hjúkr­un­ar­heim­ils við Hlað­hamra. Til þeirr­ar fram­vkæmd­ar runnu um 139 millj. kr. en áætl­að­ur bygg­ing­ar­kostn­að­ur er um 800 millj. kr. Nýr leik­skóli var tek­inn í notk­un á ár­inu 2011, Leir­vogstungu­skóli og er það bylt­ing í þjón­ustu við það hverfi sem er í örri upp­bygg­ingu.

Mos­fells­bær hef­ur nú lok­ið því þriggja ára ferli sem lagt var upp með til að bregð­ast við af­leið­ing­um hruns­ins. Fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2012 ger­ir ráð fyr­ir rekstr­araf­gangi ásamt tölu­verðri upp­bygg­ingu. Lok­ið verð­ur við bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is, nýr íþrótta­sal­ur byggð­ur að Varmá og haf­ist handa við bygg­ingu nýs fram­halds­skóla í mið­bæn­um í sam­vinnu við rík­is­vald­ið.

Reikn­ing­ur­inn verð­ur lagð­ur fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn 11. apríl og til síð­ari um­ræðu 25. apríl.

Tengt efni

  • Nýtt skipu­rit hjá Mos­fells­bæ tek­ur gildi í dag

    Í dag, 1. sept­em­ber 2023, tek­ur nýtt skipu­rit gildi hjá Mos­fells­bæ.

  • Starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ing­ar veitt­ar á há­tíð­ar­dag­skrá

    Á há­tíð­ar­dag­skrá sem var hald­in í Hlé­garði í gær, í tengsl­um við bæj­ar­há­tíð­ina Í tún­inu heima fengu fimm starfs­menn Mos­fells­bæj­ar starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ingu.

  • Nýir stjórn­end­ur til Mos­fells­bæj­ar

    Á fundi bæj­ar­ráðs í dag þann 20. júlí var sam­þykkt ráðn­ing skrif­stofu­stjóra um­bóta og þró­un­ar og sviðs­stjóra mannauðs og starfs­um­hverf­is. Þá var sam­þykkt ráðn­ing leik­skóla­stjóra á leik­skól­an­um Hlíð. Að auki voru kynnt­ar ráðn­ing­ar fimm nýrra stjórn­enda á vel­ferð­ar­sviði, um­hverf­is­sviði og fræðslu- og frí­stunda­sviði.