Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. mars 2012

Vakin er at­hygli á opn­un íþrótta­mann­virkja um páska­há­tíð­ina.

Sund er góð og hress­andi iðja og eru bæj­ar­bú­ar hvatt­ir til þess að njóta þess yfir há­tíð­arn­ar. Sund­laug­ar­svæð­ið í Lága­felli og Varmá er fjöl­breytt og ættu flest­ir að finna sér eitt­hvað sem hent­ar hverju sinni.

Opið um páska­há­tíð­ina  sem hér seg­ir:

  • 5. apríl (Skír­dag­ur) opið frá kl. 09.00 – 16.00
  • 6. apríl (Föstu­dag­ur­inn langi) – Lokað
  • 7. apríl opið frá kl. 09.00 – 16.00
  • 8. apríl – Lokað
  • 9. apríl (Ann­ar í pásk­um) opið frá kl. 09.00 – 16.00

Varmár­laug sem stað­sett er í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá er mynda­leg sund­laug, barna­laug, sauna, tveir heit­ir pott­ar, þar af ann­ar með nuddi, ljósa­bekk­ur og leik­tæki fyr­ir börn­in.

Sund­laug­ar­svæð­ið í Lága­felli er fjöl­breytt  og ættu flest­ir að finna sér eitt­hvað sem hent­ar hverju sinni. Svæð­ið skart­ar 25 metra sund­laug, sem er glæsi­leg í alla staði. Fyr­ir þá sem vilja gera meira en að synda er hægt að velja um 3 mis­mun­andi heita potta.Tveir þeirra eru hefð­bundn­ir heit­ir pott­ar með hitast­ig á bil­inu 40-42 gráð­ur.  Sá þriðji er nuddpott­ur sem gott er að sitja í og slaka á og láta nudda þreytta vöðva. Hann er ekki eins heit­ur og hinir pott­arn­ir. Á svæð­inu er einn­ig eimbað og sauna.

Fyr­ir börn­in og líka auð­vitað hina full­orðnu er vað­laug sem er til­tölu­lega grunn, hlý og hent­ar fyr­ir smá­fólk­ið og þá sem vilja liggja útaf og slaka og njóta sól­ar­inn­ar, sé hún í boði.

Fyr­ir þá allra hress­ustu á öll­um aldi, eru þrjár renni­braut­ir á svæð­inu, ein opin breið um 12 metra og tvær lok­að­ar, mis­lang­ar, eða frá 33-43 metr­um. Far­ið er upp glerj­að­an renni­braut­art­urn og ferð­in end­ar í lend­ing­ar­laug fyr­ir neð­an, sama laug fyr­ir all­ar braut­ir, svo það er best að vera var­kár og fylgja regl­um!

Starfs­fólk sund­laug­ar­inn­ar vill ít­reka við for­ráða­menn barna að fylgjast vel með börn­um sín­um þeg­ar þau eru á svæð­inu.

Inni­laug­in er með still­an­leg­um botni og hent­ar því vel fyr­ir kennslu sem hún er óspart not­uð í. Hún er einn­ig opin fyr­ir al­menn­ing meg­in­hluta sum­ars (Skóla­sund er í inni­laug­inni alla virka daga yfir vetr­ar­mán­uð­ina til kl. 18 og þriðju- og mið­viku­daga til klukk­an 20:00).

Gleði­lega páska!

Starfs­fólk íþróttamið­stöðva Lága­felli og Varmá

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00