Laugardaginn 17. mars boðaði íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþrótta- og tómstundaþings. Markmiðið var m.a. að auka samvinnu og samstarf bæjarins við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins, auka gagnkvæman skilning og fylgja eftir og marka áfram stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum, sem unnið hefur verið að á síðustu árum.
Laugardaginn 17. mars boðaði íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþrótta- og tómstundaþings. Markmiðið var m.a. að auka samvinnu og samstarf bæjarins við íþrótta- og tómstundafélög bæjarins, auka gagnkvæman skilning og fylgja eftir og marka áfram stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum, sem unnið hefur verið að á síðustu árum. Á þingið mætti saman fjölbreyttur hópur fólks til að ræða þessi mál og koma sínum hugmyndum á framfæri. Niðurstöður þingsins verða birtar þegar að úr þeim hefur verið unnið.
Hér má sjá myndir frá íþrótta- og tómstundaþingi.