Vakin er athygli á að miðvikudaginn 28. mars var síðasti dagur til þess að sækja um sumarstörf, sumarátaksstörf og störf í vinnuskóla fyrir ungmenni. Sótt var um störfin í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar. Nánari upplýsingar um störf, starfsheiti, starfssvið, hæfnikröfur, laun og vinnutímabil má lesa hér.
Sumarstörf hjá Mosfellsbæ 2012Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf og sumarátaksstörf Umsóknarfrestur er til 28. mars 2012. Þeir ganga fyrir um sumarstörf sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ. SUMARSTÖRF – Yfirlokksstjóri í Vinnuskóla Mosfellsbæjar (lágmarksaldur 23 ára á árinu) Reglur um ráðningar í hefðbundin sumarstörf 2012
SUMARÁTAKSSTÖRF – Starf í leikskóla Reglur um ráðningar í sumarátaksstörf 2012 Nánari upplýsingar um störfin er að finna á www.mos.is en einnig er hægt að hringja í Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525 6700 milli kl. 8 og 16. Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur er til og með 28. mars 2012.
===================================================================================== Nánari upplýsingar um vinnuskólannOpnað hefur verið fyrir umsóknir um Vinnuskóla fyrir sumarið 2012. Foreldrar eða forráðamenn þurfa að sækja um Vinnuskólann í gegnum íbúðargátt. Allar upplýsingar um Vinnuskólann getið þið nálgast á vef Mosfellsbæjar. Umsóknafrestur er til 28. Mars 2012. Vinnuskóli Mosfellsbæjar sumarið 2012 verður starfræktur á tímabilinu 7. júní til 30. júlí. Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fer fram í gegnum íbúagátt á www.mos.is/ibuagatt. Foreldrar og nemendur eru beðnir að kynna sér efnið hér að neðan. Daglegur rekstur Vinnuskólans skólans er í höndum tómstundarfulltrúa, Markmið skólans eru: • Að kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað Forráðamenn unglinga sækja um vinnu fyrir börnin sín í gegnum Íbúagáttina. Þar er hægt að velja hvaða tímabil unglingurinn vinnur. Þeir sem að sækja um á réttum tíma fá vinnu, en þó með þeim fyrirvara að ekki geta allir átt von á fá vinnu það tímabil sem að þeir óska eftir. Allir umsækjendur munu fá póst sendan þegar að raða hefur verið niður í flokka. Vinnutímabil: • 8. bekkur: tvö tímabil A. 7 júní – 29. júní / B. 2 júlí til 25. júlí (52 klst) Vinnuskólinn sér um snyrtingu og fegrun bæjarins ásamt því að starfa á athafnasvæðum félaga og klúbba sem staðsett eru í bænum. Flest störf sem eru í boði eru útistörf, svo sem snyrting og umhirða á opnum svæðum, létt viðhald og önnur störf í þeim dúr. Starfsmönnum er skipt upp í hópa, yfirleitt eftir búsetu en við lítum svo á allir þurfi að læra að vinna með hverjum sem er svo að skipting í hópa fer ekki eftir bekkjum eða vinahópum. Skólasetning vinnuskólans fer fram fimmtudaginn 7. júní kl: 08:30 í félagsmiðstöðinni Ból við Varmárskóla og hefst vinna strax að henni lokinni. Nemendum vinnuskólans ber að fylgja reglum skólans sem að meginmarkmiðum eru þessar: • Mæta stundvíslega og vinna samviskusamlega |