Eftir 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í undanúrslitum Mikasadeildar kvenna í blaki er ljóst að Afturelding mun spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Andstæðingur Aftureldingar eru núverandi Íslandsmeistarar Þróttar frá Neskaupsstað og verður um hörkuviðureign að ræða en vinna þarf tvo leiki til að verða Íslandsmeistari.
Fyrsti leikurinn um Íslandsmeistaratitilinn verður í kvöld föstudaginn 20. apríl, að Varmá og hefst leikurinn kl. 19:00 og allir Mosfellingar eru hvattir til að fjölmenna og hvetja Aftureldingu til sigurs.
Tengt efni
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Sjálfboðaliði ársins 2024
Íslandsmót í Cyclocross í Mosfellsbæ