Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. apríl 2012

Mos­fells­bær aug­lýs­ir sam­kvæmt 1. mgr. 41.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 til­lögu að nýju deili­skipu­lagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga tvær til­lög­ur að breyt­ing­um á eldra deili­skipu­lagi, sem hér seg­ir:

Skóla­lóð sunn­an Þrast­ar­höfða, nýtt deili­skipu­lag

Lóð­in er næst Baugs­hlíð sunn­an Þrast­ar­höfða, um 8.000 m2 að stærð. Gert er ráð fyr­ir að á henni megi reisa allt að 8 fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur með tengi­bygg­ing­um. Gatna­teng­ing verði um nú­ver­andi veg sem geng­ur út úr „Blikastaða­vegi.“ Í grein­ar­gerð á til­lögu­upp­drætti kem­ur m.a. fram að gert sé ráð fyr­ir að starf­sem­in og bygg­ing­arn­ar muni víkja síð­ar í tengsl­um við upp­bygg­ingu Blikastaða­hverf­is.

Grennd­ar­völl­ur við Klapp­ar­hlíð – deili­skipu­lags­breyt­ing

Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi íbúð­ar­svæð­is við Klapp­ar­hlíð, sem sam­þykkt var 10.11.2000 og síð­ast breytt 31.3.2004. Í til­lög­unni felst að grennd­ar­völl­ur­inn verði tek­inn tíma­bund­ið und­ir allt að þrjár fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur og til­heyr­andi tengi­bygg­ing­ar. Skil­greind­ur er bygg­ing­ar­reit­ur og sett­ir skil­mál­ar um hæð og um­fang bygg­ing­anna.

Lóð Lága­fells­skóla og leik­völl­ur við Hjalla­hlíð, deili­skipu­lags­breyt­ing­ar

Gerð er til­laga um breyt­ing­ar á þrem­ur deili­skipu­lags­áætl­un­um:

  • Um bygg­ing­ar­reit fyr­ir eina fær­an­lega kennslu­stofu til við­bót­ar á lóð Lága­fells-skóla, sem til­heyr­ir deili­skipu­lagi þjón­ustu­svæð­is við Lækj­ar­hlíð, upp­haf­lega sam­þykktu 27.4.2005 og síð­ast breyttu 11.7.2012.
  • Um bygg­ing­ar­reit fyr­ir allt að þrjár fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur með tengi­bygg­ing­um sem sett­ar yrðu tíma­bund­ið á leik­völl við Hjalla­hlíð. Leik­völl­ur­inn er að hluta inn­an deili­skipu­lags Hjalla­hlíð­ar (sam­þykkt 5.3.1997), og að hluta inn­an deili­skipu­lags Huldu­hlíð­ar (síð­ast breytt 2.9.1998).

Á til­lögu­upp­drætti eru einn­ig skil­mál­ar um hæð og um­fang bygg­ing­anna.

Til­lög­urn­ar verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 19. apríl 2013 til og með 31. maí 2013, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eigi síð­ar en 31. maí 2013.

17. apríl 2012
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00