Eins og Mosfellingar þekkja þá hóf Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ störf í bráðabrigðahúsnæði í gamla skólahúsinu að Brúarlandi haustið 2009. Nýliðna helgi var síðan auglýst útboð nýbyggingar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ hjá Ríkiskaupum.
Fyrsti áfangi skólans mun rúma 400 nemendur og verður tekinn í notkun árið 2014.
Eins og Mosfellingar þekkja þá hóf Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ störf í bráðabrigðahúsnæði í gamla skólahúsinu að Brúarlandi haustið 2009. Lesa má um samkomulag um stofnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ hér.
Nýliðna helgi var síðan auglýst útboð nýbyggingar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ hjá Ríkiskaupum.
Um er að ræða 4.100 fermetra byggingu á þremur hæðum sem rísa mun við götuna Bjarkarholt/Háholt næst Langatanga í samræmi við nýtt miðbæjarskipulag. Fyrsti áfangi skólans er ætlaður 400 nemendum og að hann verði tekinn í notkun á árinu 2014. Í skólanum verður mjög fullkomin aðstaða til kennslu og sem dæmi framúrskarandi góð aðstaða í sérgreinastofum.
Mosfellsbær greiðir 40% af byggingarkostnaðinum en ríkið 60% sem sér svo líka um rekstur skólans.
„Nýbyggingin verður sannarlega mikil lyftistöng fyrir Mosfellinga sem lengi hafa beðið eftir fullkomnu húsnæði fyrir framhaldsskóla í Mosfellsbæ og er því full ástæða til þess að óska okkur Mosfellingum til hamingju með þennan áfanga,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Mynd: Gert er ráð fyrir 4.100 fermetra byggingu á þremur hæðum.
Frétt fengin af Bæjarblaði Mosfellinga – Mosfellingur