Nýtt tímabil frístundaávísana fyrir veturinn 2012-2013
Frístundaávísanir fyrir veturinn 2012-2013 verða virkar frá 1. september 2012.
Vorsýning fimleikadeildar til styrktar kaupum á áhöldum í nýja fimleikahúsið
Fimleikadeild Aftureldingar verður með glæsilega vorsýningu næstkomandi fimmtudag kl. 17:30 sem verður haldin að Varmá.
2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ 8. - 10. júní 2012
2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ dagana 8.-10. júní í sumar.
Í tilefni af átakinu Hjólað í vinnuna bauð Dr. Bæk Mosfellingum þjónustu sína
Í tilefni af átakinu Hjólað í vinnuna bauð Dr. Bæk gestum og gangandi við Kjarna, Þverholti 2, uppá aðstoð við standsetningu reiðhjóla.
Tillaga að deiliskipulagi: Tvær frístundalóðir úr Miðdalslandi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi frístundalóða á landi með landnúmer 125213 úr Miðdalslandi.
Að vinna gegn öldrunarferlinu - Fræðslufundur 31. maí 2012
Áhugaverður fræðslufundur kl. 20 í Krikaskóla fimmtudaginn 31. maí.
50 ára afmæli Varmárskóla
Varmárskóli fagnar 50 ára afmæli sínu laugardaginn 2. júní.
Fyrsta brautskráning Framhaldsskólans í Mosfellsbæ
Fyrsta brautskráning Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 26. maí kl. 14 í Hlégarði, Mosfellsbæ. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður haustið 2009 og er fjöldi nemenda við skólann rúmlega tvö hundruð. Fimm námsbrautir eru við skólann og í þessari fyrstu brautskráningu útskrifast fimm nemendur með stúdentspróf
Útboð: Eirhamrar þjónustumiðstöð, Mosfellsbæ
Mosfellsbær, óskar eftir tilboðum í innréttingu þjónustumiðstöðvar að Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ.
Lag Gretu Salóme komst áfram í Evróvisjónkeppninni
Mikil hamingja braust út þegar tilkynnt var að framlag Íslands í Evróvisjónkeppninni, lagið Never Forget eftir Mosfellinginn Gretu Salóme Stefánsdóttur, hefði komist áfram í aðalkeppnina á laugardaginn.
Skálatún og Mosfellsbær undirrita þjónustusamning
Undirritaður hefur verið samningur milli Skálatúnsheimilisins og Mosfellsbæjar um þjónustu við fatlaða íbúa heimilisins á árunum 2012 – 2014.
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar - Í túninu heima 2012
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima verður haldin 24. – 26. ágúst.
Kveðjuhóf fyrir Eurovisonfara í Mosfellsbæ
Eurovision farar Íslands í ár, Gréta Salóme og Jónsi, kveðja nú klakann og halda til Azerbaijan. Á föstudaginn var haldið kveðjuhóf í Mosfellsbæ sem er heimabær Grétu Salóme. Viðburðurinn fór fram á Miðbæjartorginu í að viðstöddum mörgum bæjarbúum.
Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla 23. maí 2012
Skólakór Varmárskóla heldur vortónleika í sal Varmárskóla miðvikudaginn 23. maí kl. 18:00.
Laust er til umsóknar starf forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamála hjá Mosfellsbæ
Forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála hefur yfirumsjón með starfsemi þjónustuvers, og annast upplýsingamiðlun og samskipti við fjölmiðla. Hann er ritstjóri á vef bæjarins og hefur með höndum gerð og útgáfu kynningarefnis ásamt því að taka þátt í stefnumótunarvinnu.
Einstök opnun í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 19.05
Ingibjörg Helga Ágústsdóttir, listakona opnar sýninguna MÁL ER AÐ MÆLA laugardaginn 19.05 kl.14.00 og Þér er boðið. Þessi sýning er unnin í samstarfi við Bókasafn og Listasal Mosfellsbæjar. Ingibjörg valdi verk sín með tilliti til salarins. Verkin eru undir áhrifum þjóðsagna og bókverka sem tengja sýninguna við bókasafnið.
Þrif á götum og gangstéttum
Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæjarins. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækjum eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur. Ennfremur eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa í kringum híbýli sín..
Göngudagur fjölskyldunnar á laugardaginn
Skátafélagið Mosverjar halda göngudag fjölskyldunnar laugardaginn 12. maí þar sem allir eru velkomnir. Lagt verður að stað frá bílastæðum við Reyki kl. 11:00 en boðið er upp á tvær leiðir. Önnur upp á Reykjaborg og niður að Hafravatni en hin meðfram Hafrafelli og Hafravatni.
Greta Salóme kvödd á Miðbæjartorginu föstudaginn 11. maí kl. 13:00
Mosfellingurinn Greta Salóme er eins og flestum er kunnugt fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision þetta árið.
Vorhreinsun í algleymingi
Dagana 20. apríl – 13. maí er hreinsunarátak í Mosfellsbæ. Vorhreinsun lóða stendur yfir þessa viku eins og glöggt má sjá þegar farið er um bæinn þessa daga en sjá má glaðbeitt fólk víðsvegar með svarta ruslapoka í hönd að fegra bæinn sinn. Á þessu tímabili eru íbúar Mosfellsbæjar hvattir til að hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi.