Í tilefni af átakinu Hjólað í vinnuna bauð Dr. Bæk gestum og gangandi við Kjarna, Þverholti 2, uppá aðstoð við standsetningu reiðhjóla.
Talsverður erill var hjá Árna Davíðssyni hjólalækni við að aðstoðaða hjóleigendur við að pumpa í dekk, smyrja keðjur og stilla bremsur og gíra, auk þess að gefa út ástandsvottorð fyrir hjólið.
Þjónusta Dr. Bæk var í boði Hjólafærni, og eiga þeir miklar þakkir skilið fyrir gott framtak.
Til gamans má geta að Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar og staða bæjarfélagsins í heild sinni var 12 sætið.
Margir hafa sent inn skemmtilegar reynslusögur eða myndir af sínu liði eða af einhverju áhugaverðu á leiðinni í vinnuna í tengslum við hvatningarleik Rásar 2 og ÍSÍ og myndaleikinn sem er búin að vera í gangi á Facebook síðu Hjólað í vinnuna. Við hvetjum ykkur til þess að skoða myndirnar eða lesa reynslusögurnar.