2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ dagana 8.-10. júní í sumar.
Þann 6. mars voru undirritaðir samningar á milli landsmótsnefndar og Mosfellsbæjar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmótsnefndar, undirrituðu samninginn.
Undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi og gengur vel. Aðstaða í Mosfellsbæ er öll til fyrirmyndar fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Mosfellsbær rekur íþróttamiðstöð að Varmá og þar eru eru þrír íþróttasalir, sundlaug, karatesalur, knattspyrnuvöllur í fullri stærð, gervigrasvöllur í fullri stærð, 7 manna gervigrasvöllur og hlaupabraut.
Góður gólfvöllur sem og aðstaða fyrir pútt er í Mosfellsbæ. Einnig er reiðhöll í Mosfellsbæ og stutt í skólahúsnæði frá Varmá sem verður notað helgina sem Landsmótið fer fram.
Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup (Álafosshlaup, 7 tindahlaup), badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar, golf, hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, strandblak, sund, sýningar og þríþraut.
Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í félagi eða ekki.
29. mars var opnað fyrir skráningar á mótið og því er um að gera fyrir alla að skrá sig sem fyrst þar sem fjöldi keppenda verður takmarkaður í ákveðnum greinum.
Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3.500 krónur óháð greinafjölda.
Frítt verður á tjaldstæði mótshelgina í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos