Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. maí 2012

    Mik­il ham­ingja braust út þeg­ar til­kynnt var að fram­lag Ís­lands í Evr­óvi­sjón­keppn­inni, lag­ið Never For­get eft­ir Mos­fell­ing­inn Gretu Salóme Stef­áns­dótt­ur, hefði kom­ist áfram  í að­al­keppn­ina á laug­ar­dag­inn.

    Flutn­ing­ur Gretu Salóme og Jónsa þótti ein­stak­lega glæsi­leg­ur og var þeim fagn­að með flug­elda­sýn­ingu og gríð­ar­leg­um fagn­að­ar­lát­um að keppn­inni lok­inni.

    Mik­il fagn­að­ar­læti brut­ust út hjá ís­lensku flytj­end­un­um í Krist­als­höll­inni í Bakú í Aser­baíd­sj­an. „Það var rosa gam­an að flytja lag­ið. Mér líð­ur svo vel, nú er tak­mark­inu náð og allt sem ger­ist á eft­ir þessu er bara bón­us,“ sagði Greta Salóme.  „Ég er mjög feg­in að Ís­lend­ing­ar geta hald­ið grillpartí á laug­ar­dag­inn.“

    Lag­ið var eitt þeirra tíu laga sem komust áfram í að­al­keppn­ina á laug­ar­dag­inn, en alls kepptu 18 lög í undanúr­slit­un­um í gær­kvöldi.  Síð­ari undanúr­slit­in verða ann­að kvöld, þá kom­ast einn­ig tíu lög áfram og síð­an bæt­ast við sex lög sem ekki þurfa að keppa í undanúr­slit­un­um.  Nú taka við stíf­ar æf­ing­ar hjá ís­lenska hópn­um fram á laug­ar­dag þeg­ar stóra stund­in renn­ur upp. Fram­lag Ís­lands í Evr­óvi­sjón 2012, Never For­get í flutn­ingi Gretu Salóme og Jónsa verð­ur eitt af þeim 26 lög­um sem keppa í að­al­keppn­inni á laug­ar­dag­inn en Ís­land verð­ur sjö­unda land­ið á svið­ið. Þetta er í 25. skipt­ið sem Ís­land tek­ur þátt í keppn­inni og nú er bara spurn­ing hvort Eurovisi­on verði hald­ið í Mos­fells­bæ að ári?

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00