Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. maí 2012

    bibiIngi­björg Helga Ágústsdóttir, lista­kona opn­ar sýning­una MÁL ER AÐ M&AEl­ig;LA laug­ar­dag­inn 19.05 kl.14.00 og Þér er boðið. Þessi sýning er unn­in í sam­starfi við Bókasafn og Lista­sal Mos­fellsb&ael­ig;jar. Ingi­björg valdi verk sín með til­liti til sal­ar­ins. Verkin eru und­ir áhrif­um þjóðsagna og bókverka sem tengja sýning­una við bókasafnið. 

    bibi

    Þér er boðið á ein­staka opn­un í Lista­sal Mos­fellsb&ael­ig;jar á morg­un, laug­ar­dag­inn 19. maí kl. 14.00

    Ingi­björg Helga Ágústsdóttir
    opn­ar sýning­una
    MÁL ER AÐ M&AEl­ig;LA

    Ingi­björg l&ael­ig;rði fatahönnun í London og Kaup­mann­ahöfn, en áhugi henn­ar á íslensku hand­verki vakn­ar fyr­ir alvöru við rannsóknar­vinnu í tengsl­um við íslenska faldbúning­inn. Í verk­um sínum sem hún vinn­ur aðallega í linditré not­ast hún við liti, munst­ur og ýmis­legt annað úr búninga­hefðinni ásamt þjóðsögum og þjóðtrú sem hún heyrði gjarn­an í &ael­ig;sku.

    Allt sam­an­komið verða þessi verk nokk­urs­kon­ar “&ael­ig;vintýra­box” sem eru ekki aðeins þrívíð mynd­verk held­ur draga áhorf­and­ann inn í söguna á bak við verkið og halda á lofti hluta af menn­ing­ar­arf­leið okk­ar sem enn á við í dag.

    Þessi sýning er unn­in í sam­starfi við Bókasafn og Lista­sal Mos­fellsb&ael­ig;jar.
    Ingi­björg valdi verk sín að þessu sinni með til­liti til sal­ar­ins.

    Verkin eru und­ir áhrif­um þjóðsagna og bókverka sem tengja sýning­una við bókasafnið.
    Sýning­in er lokasýning í sérstak­lega skip­ulögðum þríleik í Lista­sal Mos­fellsb&ael­ig;jar þar sem stílað er inn á að hafa sýning­ar fyr­ir alla ald­urshópa.

    Á und­an voru sýning­arn­ar Úlfur Úlfur, samsýning 7 ungra grasrótarlista­manna sem var sérstak­lega upp­sett fyr­ir börn, og  sýning­in Huxi þar sem Hug­leik­ur Dags­son og Örn Töns­berg sýndu “grafíti”verk og teikni­mynd­ir sem höfðuðu aðallega til ung­linga.
    Þessi sýning n&ael­ig;r til allra ald­urshópa en telst þó aðallega höfða til ald­urshóps fullorðinna í þess­um til­rauna­kennda sýning­arþríleik á núver­andi sýning­arári.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00