Áhugaverður fræðslufundur kl. 20 í Krikaskóla fimmtudaginn 31. maí.
Landsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið í Mosfellsbæ 8. til 10. júní nk. Heilsuvin Mosfellsbæjar er einn af samstarfsaðilum Ungmennafélags Íslands og Mosfellsbæjar um landsmótið. Heilsuvin verður með marga fræðslufundi á landsmótinu, en tekur forskot á sæluna og heldur fræðslufund kl. 20 í Krikaskóla fimmtudaginn 31. maí.
Janus Guðlaugsson heilsu- og íþróttafræðingur fjallar um nokkrar heilsutengdar staðreyndir sem eiga sér stað með hækkandi aldri. Þá fjallar hann um rannsóknir sem tengjast þessum breytingum og aðgerðir til að sporna við neikvæðum breytingum á heilsutengdum lífsgæðum eldri aldurshópa.
Janus hefur áralanga reynslu af íþróttakennslu og hefur stundað rannsóknir sem tengjast heilsueflingu eldri aldurshópa.
Að fyrirlestrinum loknum verður aðalfundur Heilsuvinjar.