Áhugaverður fræðslufundur kl. 20 í Krikaskóla fimmtudaginn 31. maí.
Landsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið í Mosfellsbæ 8. til 10. júní nk. Heilsuvin Mosfellsbæjar er einn af samstarfsaðilum Ungmennafélags Íslands og Mosfellsbæjar um landsmótið. Heilsuvin verður með marga fræðslufundi á landsmótinu, en tekur forskot á sæluna og heldur fræðslufund kl. 20 í Krikaskóla fimmtudaginn 31. maí.
Janus Guðlaugsson heilsu- og íþróttafræðingur fjallar um nokkrar heilsutengdar staðreyndir sem eiga sér stað með hækkandi aldri. Þá fjallar hann um rannsóknir sem tengjast þessum breytingum og aðgerðir til að sporna við neikvæðum breytingum á heilsutengdum lífsgæðum eldri aldurshópa.
Janus hefur áralanga reynslu af íþróttakennslu og hefur stundað rannsóknir sem tengjast heilsueflingu eldri aldurshópa.
Að fyrirlestrinum loknum verður aðalfundur Heilsuvinjar.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos