Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. maí 2012

    Und­ir­rit­að­ur hef­ur ver­ið samn­ing­ur milli Skála­túns­heim­il­is­ins og Mos­fells­bæj­ar um þjón­ustu við fatl­aða íbúa heim­il­is­ins á ár­un­um 2012 – 2014.

    Þau sem eiga heim­ili í Skála­túni eru að sjálf­sögðu íbú­ar Mos­fells­bæj­ar og í fram­haldi af til­færslu þjón­ustu við fatlað fólk frá ríki til sveit­ar­fé­laga í árs­byrj­un 2011 kem­ur það nú í fyrsta sinn í hlut bæj­ar­ins að gera slík­an samn­ing. Áður giltu samn­ing­ar við rík­is­vald­ið.

    Greiðsl­ur Mos­fells­bæj­ar til Skála­túns á samn­ings­tím­an­um nema um 403 millj­ón­um króna á ári. Það fé kem­ur að mestu úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, en til sjóðs­ins renn­ur á móti meg­in­hluti þeirra hækk­un­ar á út­svari lands­manna sem um var sam­ið við til­færslu þjón­ustu við fatlað fólk til sveit­ar­fé­lag­anna.

    Samn­ing­inn und­ir­rit­uðu Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og Gunn­ar Þor­láks­son fram­kvæmda­stjóri Skála­túns­heim­il­is­ins.

    Har­ald­ur sagði af þessu til­efni: „Það er mér sér­stakt ánægju­efni að und­ir­rita þenn­an samn­ing. Skála­tún er rót­gró­inn hluti af bæj­ar­fé­lag­inu og ég hef átt afar góð sam­skipti við bæði íbúa og starfs­fólk al­veg frá barns­aldri, enda var bernsku­heim­ili mitt nánast þar í tún­fæt­in­um. Þessi samn­ing­ur er enn frek­ari stað­fest­ing á þeim far­sælu tengsl­um sem ætíð hafa ríkt milli heim­il­is­ins og sveit­ar­inn­ar okk­ar. Þess má einn­ig geta að þetta er ein­hver stærsti samn­ing­ur sem Mos­fells­bær hef­ur gert, í fjár­mun­um tal­ið.“

    Gunn­ar Þor­láks­son lagði áherslu á þá sátt og sam­lyndi sem ríkt hefði í því aukna sam­starfi við Mos­fells­bæ sem hófst við til­færslu þjón­ust­unn­ar til sveit­ar­fé­laga á s.l. ári. Sá andi hefði einn­ig ein­kennt alla samn­ings­gerð­ina; þar hefði hvorki heyrst þras né þref, held­ur mál­inu þokað áfram með ró­lyndi og gagn­kvæmu trausti. Því ríkti bjart­sýni gagn­vart áfram­hald­andi sam­vinnu milli Skála­túns­heim­il­is­ins og Mos­fells­bæj­ar á kom­andi árum.

    Skála­túns­heim­il­ið var stofn­að af Stór­stúku Ís­lands 1954 og hét upp­haf­lega Barna­heim­ili Templ­ara við Skála­tún. Styrkt­ar­fé­lag vangef­inna gerð­ist fljót­lega einn­ig eign­ar- og rekstr­ar­að­ili. Heim­il­ið er sjálf­seign­ar­stofn­un og sam­an­stend­ur nú af sex sam­býl­um, vinnu­stof­um, dag­þjón­ustu og sund­laug. Íbú­ar eru nú 38.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00