Fimleikadeild Aftureldingar verður með glæsilega vorsýningu næstkomandi fimmtudag kl. 17:30 sem verður haldin að Varmá.
Á sýningunni verða frábærir fimleikataktar og börnin sýna brot af því besta. Þar verða sýndar æfingar sem börnin hafa verið að æfa í vetur og foreldrar geta fylgst með. Það er upplagt að taka afa og ömmu með.
Allur ágóði sýningarinnar sem og veitingasölu mun renna til áhaldakaupa í nýja fimleikahúsið sem rísa mun á næsta ári. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á nýjum íþróttasal að Varmá sem mun gjörbylta aðstöðu fyrir bardagaíþróttir og fimleika og skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu UMFA með nýrri 1200 fm viðbyggingu og 300 fm millilofti. Var opnað útboð í jarðvinnu þann 11. maí 2012 við góðar undirtektir áhugasamra verktaka. Vonast er til að hægt verði að taka þennan nýja sal í notkun um næstu áramót.
Ljóst er að þessi viðbót á húsnæðiskosti að Varmá verður mikil lyftistöng fyrir Aftureldingu, ekki aðeins fyrir fimleika og bardagadeildirnar heldur líka aðrar deildir félagsins, því við þetta skapast meira rými í öðrum íþróttasölum fyrir þær íþróttagreinar.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.