Mosfellingurinn Greta Salóme er eins og flestum er kunnugt fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision þetta árið.
Hún er höfundur lagsins Mundu eftir mér sem hún flytur sjálf ásamt Jóni Jósepi Snæbjörnssyni. Áður en dúettinn heldur utan verða haldnir kveðjutónleikar hér í Mosfellsbæ. Tónleikarnir fara fram á Miðbæjartorginu föstudaginn 11. maí kl. 13:00. Stefnt er að því að nemendum á öllum skólastigum í Mosfellsbæ verði sérstaklega boðið.
Viðburðurinn verður partur af hátíðarhöldum á afmælisári Mosfellsbæjar sem fagnar 25 ára afmæli í ágúst.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.