Skátafélagið Mosverjar halda göngudag fjölskyldunnar laugardaginn 12. maí þar sem allir eru velkomnir. Lagt verður að stað frá bílastæðum við Reyki kl. 11:00 en boðið er upp á tvær leiðir. Önnur upp á Reykjaborg og niður að Hafravatni en hin meðfram Hafrafelli og Hafravatni.
Skátafélagið Mosverjar halda göngudag fjölskyldunnar laugardaginn 12. maí þar sem allir eru velkomnir. Lagt verður að stað frá bílastæðum við Reyki kl. 11:00 en boðið er upp á tvær leiðir. Önnur upp á Reykjaborg og niður að Hafravatni en hin meðfram Hafrafelli og Hafravatni. Báðar leiðirnar enda síðan á skátasvæðinu við Hafravatn. Þar taka skátar á móti göngumönnum og bjóða upp á kakó og kex. Einnig verða ýmsir leikir og ef veður leyfir verður hægt að fara á báta. Dagskráin við Hafravatn hefst um kl. 12:30 þegar göngumenn koma á staðinn. Það er líka í lagi að koma beint upp á Hafravatn og skemmta sér og sínum. Skátafélagið vonast til að sjá sem flesta bæjarbúa í heilbrigðu útilífi.