Mosfellsbær, óskar eftir tilboðum í innréttingu þjónustumiðstöðvar að Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ.
Verkið nær til að gera húsið fullfrágengið að innan. Stærð þjónustumiðstöðvar er 1.180 m²
Helstu magntölur eru:
- Gifsveggir 150 m²
- Dúklagnir 580 m²
- Loftstokkar 2.500 kg
- Lampar og ljós 250 stk
- Ídráttartaugar og strengir 5.800 m
Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 12.nóvember 2012.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt á verkefnavef verksins, lykilorð að útboðsgögnum veitir Karl Ásgrímur Ágústsson, karl[hjá]thg.is. Einnig er hægt að fá gögnin afhent á geisladisk frá kl. 11:00 miðvikudaginn 30. maí n.k. á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar.
Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Kjarna Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, föstudaginn 15. júní n.k. kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.