Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi frístundalóða á landi með landnúmer 125213 úr Miðdalslandi.
Samkvæmt tillögunni er landinu, sem er 2,2 ha að stærð og liggur austan Hafravatnsvegar skammt sunnan Miðdals, skipt í tvær frístundalóðir. Heimilt verður að reisa allt að 110 m2 stórt frístundahús ásamt allt að 20 m2 geymsluhúsi á hvorri lóð.
Tillöguuppdráttur með greinargerð og skipulagsskilmálum verður til sýnis í sýningarkassa á 1. hæð Þverholts 2 (Kjarna) og á 2. hæð í afgreiðslu þjónustuvers Mosfellsbæjar, frá 30. maí 2012 til 11. júlí 2012, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 11. júlí 2012.
24. maí 2012
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning – Leirutangi 13A
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir viðbyggingu sólskála að Leirutanga 13A.
Grenndarkynning á þegar byggðum viðbyggingum við Arnartanga 44
Tillaga að deiliskipulagi – Frístundabyggð í Miðdalslandi, Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir hér með tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010: