Endurskoðun aðalskipulags, verkefnislýsing skv. 30. gr.
13.7.2011: Í samræmi við 30. gr. nýrra skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram til kynningar fyrir almenningi og umsagnaraðilum lýsing á skipulagsverkefninu “Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar”
Skýrsla um starfsemi umhverfissviðs
Árleg skýrsla um starfsemi umhverfissviðs Mosfellsbæjar er nú komin út fyrir árið 2011.Skýrsluna í heild sinni má finna hér
Mosfellsbær stóð sig vel í Lífshlaupinu
Mosfellsbær stóð sig vel í Lífshlaupinu, heilstuátaki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, og lenti í 10. sæti af 70 sveitarfélögum sem tóku þátt nú í ár. Mosfellsbær hefur tekið virkan þátt í verkefninu síðastliðin ár með mjög góðum árangri
Þjálfun í góðum venjum - Listasalur í kvöld
Heilsuvin í Mosfellsbæ býður Mosfellingum í samstarfi við Key Habits fyrir kynningu í Listasal Mosfellsbæjar þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00. Kynnt verður glænýtt og afar áhrifaríkt úrræði í heilsueflingu. Þeir sem skrá sig fá frían prufuaðgang að stórglæsilegu kerfi Key Habits. Það eina sem þú þarft að gera er að senda línu
Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt sumarstörf árið 2012
Í sumar býður Mosfellsbær upp á störf fyrir ungt fólk líkt og undanfarin ár.
Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU MOSFELLSBÆJAR kl.20
Fátt er betra en góður hlátur og gleði. Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar 29.02 verður sjónum beint að mikilvægi gleðinnar og þess að hafa húmorinn með í uppeldi barna. Skólaskrifstofan hefur fengið til liðs við sig sérfræðing á sviði húmors og hláturs, mömmuna og ömmuna Eddu Björgvinsdóttur. Edda mun flytja hugvekju um HÚMOR OG GLEÐI Í LÍFINU og hvað það getur verið mikil dauðans alvara.
Skálafell opnað eftir langan tíma.
Skíðafólk gat tekið gleði sína á ný því laugardaginn 25. febrúar var Skálafell opnað í fyrsta skipti í langan tíma. Mosfellsbær var meðal þeirra sveitarfélaga sem samþykktu auka fjárveitingu til verkefnisins og ljóst er að opið verður um helgar fram yfir páska í það minnsta.
Marita-fræðsla - hjálpaðu barninu þínu að segja nei við vímugjöfum
Nýr íþróttasalur að Varmá
Gjörbylt aðstaða fyrir bardagaíþróttir og fimleika auk félagsaðstöðu UMFA með nýjum 1200 fm viðbyggingu og 300 fm millilofti sem verður tekin í notkun um næstu áramót.
Til hamingju
Það er óhætt að óska Mosfellingnum, Grétu Salóme Stefánsdóttur, innilega til hamingju því svo sannarlega kom hún, sá og sigraði í úrslitakeppni Söngvakeppni sjónvarpsins 2012 sem fram fór í Hörpu sl. laugardagskvöld.
Skátafélagið Mosverjar 50 ára
Skátafélagið Mosverjar héldu upp á 50 ára afmæli sitt í Hlégarði þann 22.02, það er jafnframt afmælisdagur Baden Powels stofnanda skátahreyfingarinnar.
Blúsveisla í kvöld!
Í kvöld, fimmtudaginn 23.02, verður sannkölluð blúsveisla hér í Mosfellbænum. Blásið er til stórtónleika á veitingahúsinu Hvíta Riddaranum kl 21 en þar mun Andrea Gylfadóttir koma fram ásamt Future Blues Project.Tónleikarnir eru haldnir í fjáröflunarskyni fyrir Knattspyrnudeild Aftureldingar
Dagskrá um bæjarlistamann í kvöld
Í kvöld, fimmtudaginn 23. febrúar, verður dagskrá í Hlégarði um bæjarlistamann Mosfellsbæjar Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökustjóra og framleiðanda. Dagskráin hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 21.30.
Skemmtileg heimsókn á bæjarskrifstofuna í tilefni Öskudagsins
Starfsfólk bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar tók í dag á móti fjölmörgum glöðum krökkum sem sungu hástöfum fyrir starfsfólk, gesti og gangandi í tilefni Öskudagsins.
Sælgæti á Öskudag
Skólastjórnendur í Mosfellsbæ vilja koma vinsamlegum tilmælum til fyrirtækja og stofnana í bænum vegna Öskudagsins: Í grunnskólum Mosfellsbæjar er hefð fyrir því að kennsla sé til kl. 13:20 á Öskudag og því eru þau börn sem koma fyrir þann tíma í fyrirtæki
Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar tekur þátt í Góðverkadögum 2012
Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar tekur þátt í Góðverkadögum sem verða haldnir um land allt dagana 20. til 24. febrúar.
Nemendur úr 9. og 10. bekk í Varmárskóla heimsóttu Riga í Lettlandi
Vikuna 11. – 16. febrúar voru 15 nemendur og þrír kennarar úr Varmárskóla í Riga í Lettlandi að taka þátt í Nordplus junior verkefni.
Opnun seinni hluta sýningar HUXI! í Listasal Mosfellsbæjar
Opin vika í Listaskólanum 13. - 17. febrúar 2012
Þá halda nemendur í mið- og framhaldsnámi tónleika og flytja fjölbreytta dagskrá.
Íslandsmet ef veður leyfir
Kærleiksvikan hefst í dag en hátíðin fer fram í Mosfellsbæ vikuna 12.-19. febrúar. Hátíðin hefst meðal annars á þegar skýjaluktum verður sleppt á Miðbæjartorginu kl. 18. Stefnt er að því að um 150 skýjaluktir stígi til himins ef veður leyfir og eru Mosfellingar hvattir til að taka þátt í gjörningnum.