13.7.2011: Í samræmi við 30. gr. nýrra skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram til kynningar fyrir almenningi og umsagnaraðilum lýsing á skipulagsverkefninu “Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar”
Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 og mun endurskoðað skipulag taka til tímabilsins 2009-2030. Drög að tillögu liggja fyrir og er áformað að setja hana í kynningarferli gagnvart íbúum og umsagnaraðilum nú í haust, áður en hún verður samþykkt til auglýsingar.
Í samræmi við 30. gr. nýrra skipulagslaga nr. 123/2010 og túlkun Skipulagsstofnunar á ákvæðum um lagaskil samþykkti bæjarstjórn 25. maí s.l. lýsingu á skipulagsverkefninu og er hún nú lögð fram til kynningar fyrir almenningi og umsagnaraðilum.
12. júlí 2011
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.