Skátafélagið Mosverjar héldu upp á 50 ára afmæli sitt í Hlégarði þann 22.02, það er jafnframt afmælisdagur Baden Powels stofnanda skátahreyfingarinnar.
Margir heiðruðu skáta með veru sinni þar og má þar nefna Braga Björnsson, skátahöfðingja, Harald Sverrisson, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og félagsforingja Mosverja síðustu 30 ár. Allir sveitarforingjar félagsins fengu gjöf frá félaginu, enda byggir gott skátastarf á þeirra óeigingjarna starfi. Mosverjar þökkuðu Mosfellsbæ fyrir stuðning í gegnum árin með því að veita bæjarstjóra Mosfellsbæjar Þjónustumerki Bandalags íslenskra skáta og mynd frá Alheimsmóti skáta 2011 en þar voru fánaverðir í setningarathöfninni frá Mosverjum. Þá voru veittar starfsaldursviðurkenningar til skáta sem starfað hafa í 5, 10, 30 og 40 ár.
Þá var skrifað undir yfirlýsingu í tilefni afmælisins á milli Mosverja og Mosfellsbæjar um samstarf í náinni framtíð. Þar var rammað inn starfið í nútíð og framtíð og lýstu skátar yfir ánægju með að byggja á samstarfi á þessum grunni.
Eftir skemmtilegan hátíðarfund bauð félagið gestum upp á dýrindis köku frá Mosfellsbakaríi.
Mosverjum er óskað til hamingju með daginn og skátar í Mosfellsbæ vilja þakka öllum fyrir góðar kveðjur í tilefni dagsins.
Tengt efni
Fjölskylduganga á Lágafell á sumardaginn fyrsta
Í tilefni sumarkomu ætla Mosverjar að vera með litla tindaáskorun fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.
Gera tröppur upp Úlfarsfell
Unnið er því þessa dagana að gera tröppur upp norðanvert Úlfarsfellið.
Ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni af afmæli Mosfellsbæjar
Þriðjudaginn 15. ágúst var ný hringsjá vígð á toppi Reykjaborgar í tilefni að afmæli Mosfellsbæjar.