Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. febrúar 2012

Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar héldu upp á 50 ára af­mæli sitt í Hlé­garði þann 22.02, það er jafn­framt af­mæl­is­dag­ur Baden Powels stofn­anda skáta­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Marg­ir heiðr­uðu skáta með veru sinni þar og má þar nefna Braga Björns­son, skáta­höfð­ingja, Harald Sverris­son, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar og fé­lags­for­ingja Mosverja síð­ustu 30 ár. All­ir sveitar­for­ingj­ar fé­lags­ins fengu gjöf frá fé­lag­inu, enda bygg­ir gott skát­ast­arf á þeirra óeig­ingjarna starfi. Mosverj­ar þökk­uðu Mos­fells­bæ fyr­ir stuðn­ing í gegn­um árin með því að veita bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar Þjón­ustu­merki Banda­lags ís­lenskra skáta og mynd frá Al­heims­móti skáta 2011 en þar voru fána­verð­ir í setn­ing­ar­at­höfn­inni frá Mosverj­um. Þá voru veitt­ar starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ing­ar til skáta sem starfað hafa í 5, 10, 30 og 40 ár.

Þá var skrif­að und­ir yf­ir­lýs­ingu í til­efni af­mæl­is­ins á milli Mosverja og Mos­fells­bæj­ar um sam­st­arf í ná­inni fram­tíð. Þar var ramm­að inn starf­ið í nú­tíð og fram­tíð og lýstu skát­ar yfir ánægju með að byggja á sam­starfi á þess­um grunni.

Eft­ir skemmti­leg­an há­tíð­ar­f­und bauð fé­lag­ið gest­um upp á dýr­ind­is köku frá Mos­fells­baka­ríi.

Mosverj­um er óskað til ham­ingju með dag­inn og skát­ar í Mos­fells­bæ vilja þakka öll­um fyr­ir góð­ar kveðj­ur í til­efni dags­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00