Starfsfólk bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar tók í dag á móti fjölmörgum glöðum krökkum sem sungu hástöfum fyrir starfsfólk, gesti og gangandi í tilefni Öskudagsins.
Lagavalið var fjölbreytilegt, frumsamin lög, þekkt lög, gömul og ný m.a. hið nýkjörna Eurovisionlag Mundu eftir mér eftir mosfellinginn Grétu Salóme Stefánsdóttur, sem er framlag Íslands til Eurovision í Aserbaísjan 2012.
Allt var þetta gert með miklum glæsibrag og skörtuðu krakkarnir skemmtilegum og litríkum búningum og greinilegt var að þau hafa mikið ímyndunarafl í búningagerð.
Tengt efni
Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi 2. desember 2023
Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum.
Hinsegin fræðsla fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu
Starfsfólki bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var boðið upp á erindi frá Samtökunum ’78 sem bar yfirskriftina Hinsegin 101.
Mosfellsbær verður grænni og sjálfbærari
Umhverfissvið Mosfellsbæjar vinnur að umbreytingu tækja- og bílaflotans með það að markmiði að notast við umhverfisvæna orkugjafa sem samræmast umhverfisstefnu bæjarins.