Starfsfólk bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar tók í dag á móti fjölmörgum glöðum krökkum sem sungu hástöfum fyrir starfsfólk, gesti og gangandi í tilefni Öskudagsins.
Lagavalið var fjölbreytilegt, frumsamin lög, þekkt lög, gömul og ný m.a. hið nýkjörna Eurovisionlag Mundu eftir mér eftir mosfellinginn Grétu Salóme Stefánsdóttur, sem er framlag Íslands til Eurovision í Aserbaísjan 2012.
Allt var þetta gert með miklum glæsibrag og skörtuðu krakkarnir skemmtilegum og litríkum búningum og greinilegt var að þau hafa mikið ímyndunarafl í búningagerð.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025