Mánudaginn 27. febrúar hélt Heilsu- og lífsstílsklúbburinn í Mosfellsbæ annað opið hús ársins, sem er haldið mánaðarlega á Heilsuárinu 2012.
Í tilkynningu frá klúbbnum segir:
Fyrirlesari kvöldsins er Magnús Stefánsson, forstöðumaður Marita á Íslandi. Hann mun leggja áherslu á að kynna leiðir fyrir foreldra til að hjálpa börnunum sínum og unglingunum til að halda sig frá vímugjöfum. Eins mun hann fara í þau einkenni sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir ef barnið þeirra fer í neyslu, til að grípa inní sem fyrst.
Margir foreldrar í Mosfellsbæ þekkja Magnús af góðu vegna reglulegra heimsókna hingað á vegum Marita á Íslandi, en enn eru nokkrir foreldrar sem misst hafa af þessari gagnlegu og mikilvægu fræðslu.
Dagsskráin fer fram í Heilsu- og lífsstílsklúbbnum, Háholti 14, 2hh og hefst kl. 19:00.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.