Skíðafólk gat tekið gleði sína á ný því laugardaginn 25. febrúar var Skálafell opnað í fyrsta skipti í langan tíma. Mosfellsbær var meðal þeirra sveitarfélaga sem samþykktu auka fjárveitingu til verkefnisins og ljóst er að opið verður um helgar fram yfir páska í það minnsta.
Skíðafólk gat tekið gleði sína á ný því laugardaginn 25. febrúar var Skálafell opnað í fyrsta skipti í langan tíma. Mosfellsbær var meðal þeirra sveitarfélaga sem samþykktu auka fjárveitingu til verkefnisins og ljóst er að opið verður um helgar fram yfir páska í það minnsta.
Í tilefni á opnundardegi var ókeypis fyrir 12 ára og yngri í boði Mosfellsbæjar.
Ljóst er að þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir Mosfellinga enda stutt að fara.
Mikill þrýstingur hefur verið settur á stjórn skíðasvæðanna um aukið fjárframlag.
Stofnaður hefur verið hópur á Facebook sem nefnist „Opnum Skálafell.“
Skíðasvæðið var ekkert opnað í fyrravetur eða það sem af er vetri þótt nægur snjór sé.
Frétt fengin úr bæjarblaðinu
Fréttin birtist í Mosfellingi sem kom út fimmtudaginn 23. febrúar.
(www.mosfellingur.is)