Föstudaginn 17.febrúar kl.16-18, verður opnaður síðari hluti sýningarinnar HUXI!.Nemendur úr 10. bekk Lágafells- og Varmárskóla hafa sett upp verk sem þeir hafa unnið undir áhrifum frá verkum Hugleiks og Arnars á sýningunni. Hvetjum alla að kíkja inn og sjá upprennandi listamenn sýna verk sín. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
HUXI! Hugleikur Dagsson & Örn Tönsberg.
Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna Þverholti 2.
26. janúar – 24. febrúar 2012.
Í dag föstudag, 17. febrúar kl. 16 – 18, verður opnaður seinni hluti sýningarinnar HUXI! í Listasal Mosfellsbæjar.
Sýningin HUXI! er samsýning Hugleiks Dagssonar og Arnar Tönsberg. Markmið þessarar sýningar er að vekja unglinga til umhugsunar um myndlist og vinnuna á bakvið verkin. Listamennirnir sýna annars vegar teiknimyndasöguverk og hins vegar „grafítí“verk.
HUXI! er önnur sýningin af þremur sem Listasalur Mosfellsbæjar skipuleggur á þessu sýningarári þar sem hafður er í huga ákveðinn aldurshópur. Sýningin „Úlfur Úlfur“ var opnuð í nóvember 2011. Hún var sniðin að börnum og var fyrsta sýningin í sýningarröð salarins. HUXI! er skipulögð með unglinga í huga. Þriðja og síðasta sýningin verður auglýst síðar.
Sýningin HUXI! verður í tveimur hlutum. Í fyrstu verða sýnd verk Hugleiks og Arnar, en þegar líður á sýninguna munu nemendur úr 10. bekk Lágafellsskóla og Varmárskóla setja upp verk sín sem unnin eru undir áhrifum af verkum Hugleiks og Arnar. Unglingarnir fá því einstakt tækifæri til að sýna verk sín samhliða þessum frábæru listamönnum.
Sýningarstjóri er: Hildur Rut Halblaub.
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur
Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins
Nánari upplýsingar er að finna á síðu bókasafnsins www. Bokmos.is eða í síma 566 6822