Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. febrúar 2012

    HUXI!

    Föstu­dag­inn 17.febrúar kl.16-18, verður opnaður síðari hluti sýning­ar­inn­ar HUXI!.Nem­end­ur úr 10. bekk Lága­fells- og Varmárskóla hafa sett upp verk sem þeir hafa unnið und­ir áhrif­um frá verk­um Hug­leiks og Arn­ars á sýning­unni. Hvetj­um alla að kíkja inn og sjá upp­renn­andi lista­menn sýna verk sín. All­ir vel­komn­ir og aðgang­ur ókeyp­is.

    Huxi!HUXI! Hug­leik­ur Dags­son & Örn Töns­berg.
    Lista­sal­ur Mos­fellsb&ael­ig;jar, Kjarna Þver­holti 2.
    26. janúar – 24. febrúar 2012.

    Í dag föstu­dag, 17. febrúar kl. 16 – 18, verður opnaður seinni hluti sýning­ar­inn­ar HUXI! í Lista­sal Mos­fellsb&ael­ig;jar.

    Sýning­in HUXI! er samsýning Hug­leiks Dags­son­ar og Arn­ar Töns­berg. Mark­mið þess­ar­ar sýning­ar er að vekja ung­linga til um­hugs­un­ar um mynd­list og vinn­una á bakvið verkin. Lista­menn­irn­ir sýna ann­ars veg­ar teikni­myndasöguverk og hins veg­ar „grafítí“verk.

    HUXI! er önnur sýning­in af þrem­ur sem Lista­sal­ur Mos­fellsb&ael­ig;jar skipu­legg­ur á þessu sýning­arári þar sem hafður er í huga ákveðinn ald­urshópur. Sýning­in „Úlfur Úlfur“ var opnuð í nóvem­ber 2011. Hún var sniðin að börnum og var fyrsta sýning­in í sýning­arröð sal­ar­ins. HUXI! er skip­ulögð með ung­linga í huga. Þriðja og síðasta sýning­in verður auglýst síðar.

    Sýning­in HUXI! verður í tveim­ur hlut­um. Í fyrstu verða sýnd verk Hug­leiks og Arn­ar, en þegar líður á sýning­una munu nem­end­ur úr 10. bekk Lága­fellsskóla og Varmárskóla setja upp verk sín sem unn­in eru und­ir áhrif­um af verk­um Hug­leiks og Arn­ar. Ung­ling­arn­ir fá því ein­stakt t&ael­ig;kif&ael­ig;ri til að sýna verk sín sam­hliða þess­um fráb&ael­ig;ru listamönnum.

    Sýning­ar­stjóri er: Hild­ur Rut Hal­blaub.

    All­ir vel­komn­ir og ókeyp­is aðgang­ur

    Sýning­in er opin á af­greiðslutíma Bókasafns­ins

    Nánari upplýsing­ar er að finna á síðu bókasafns­ins www. Bok­mos.is eða í síma 566 6822

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00