Heilsuvin í Mosfellsbæ býður Mosfellingum í samstarfi við Key Habits fyrir kynningu í Listasal Mosfellsbæjar þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00. Kynnt verður glænýtt og afar áhrifaríkt úrræði í heilsueflingu. Þeir sem skrá sig fá frían prufuaðgang að stórglæsilegu kerfi Key Habits. Það eina sem þú þarft að gera er að senda línu
Heilsuvin í Mosfellsbæ býður Mosfellingum í samstarfi við Key Habits fyrir kynningu í Listasal Mosfellsbæjar þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00. Kynnt verður glænýtt og afar áhrifaríkt úrræði í heilsueflingu. Þeir sem skrá sig fá frían prufuaðgang að stórglæsilegu kerfi Key Habits. Það eina sem þú þarft að gera er að senda línu á keyhabits@keyhabits.is og geta nafns, tölvupóstfangs og síma. Svo læturðu bara sjá þig. Þú sérð ekki eftir því. Hafir þú t.d. áhuga á að ná tökum á þyngd þinni eða ná lengra í heilsueflingu ættirðu ekki að missa af þessu tækifæri.
Hvað er Key Habits?
Key Habits er fyrirtæki sem sinnir heilsueflingu fólks og fyrirtækja.
Þungamiðjan í starfsemi Key Habits er hugbúnaður okkar sem hefur verið notaður af fremsta íþróttafólki og fremstu íþróttaliðum heims undanfarin ár með frábærum árangri. Þar á meðal má nefna enska fótboltaliðið Chelsea FC og NBA körfuboltaliðið Miami Heat. Nú hefur verið hönnuð útgáfa fyrir heilsueflingu almennings og kjarninn í vinnu okkar sá að venjulegt og annasamt fólk geti sinnt heilsu sinni á árangsríkan og ódýran máta, án þess að vera í þeirri átakavinnu sem virðist einkennandi fyrir íslenska heilsueflingu.
Hvernig virkar Key Habits?
Key Habits heldur utan um og auðveldar þér alla heilsutengda vinnu. Þú skráir t.a.m. það sem þú borðar inn í hugbúnaðinn, sem svo sýnir þér nákvæmar næringarupplýsingar á myndrænan hátt. Dagleg orkuþörf er skoðuð og hvernig þú nærist í samanburði við hana. Einnig heldur Key Habits utan um alla hreyfingu, enda í grunninn þjálfarahugbúnaður á heimsmælikvarða. Fylgst er með allri þjálfunarframvindu og árangur ávallt sýndur á myndrænan máta svo fólk fái stöðuga viðgjöf á því sem sett er inn í hugbúnaðinn. Síðast en ekki síst eru um 2.000 fyrirlestrar sérfræðinga í heilbrigðisgeiranum inni í hugbúnaðinum um næringu, hreyfingu og öðru sem lítur að heilsu fólks. Heilsuár 2012 er samstafsverkefni Mosfellsbæjar og Heilsuvin.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á http://keyhabits.is/ eða í síma 511-4488. Við erum einnig á
http://www.facebook.com/pages/Key-Habits-%C3%8Dsland/206584532749590