Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. febrúar 2012

Bæj­ar­skrif­stofa Mos­fells­bæj­ar tek­ur þátt í Góð­verka­dög­um sem verða haldn­ir um land allt dag­ana 20. til 24. fe­brú­ar.

Verk­efn­ið bygg­ist á gam­alli hefð skáta um að láta gott af sér leiða með því að gera að minnsta kosti eitt góð­verk á dag. Á Góð­verka­dög­um eru lands­menn all­ir hvatt­ir til at­hafna og um­hugs­un­ar um að láta gott af sér leiða, sýna ná­ungakær­leik, vináttu, hjálpa öðr­um og gera góð­verk.

Góð­verk gleðja

Góð­verk eru þeirr­ar nátt­úru að þau fjölga sér á ógn­ar­hraða, gerend­um, þiggj­end­um og öll­um sem ná­lægt þeim standa til gleði og ánægju.

Vel­vild­in og vinátt­an sem felst í að rétta öðr­um hjálp­ar­hönd, óum­beð­ið og án skil­yrða er dýpri og sann­ari en al­menn hjálp­semi eða dag­leg að­stoð – við köll­um það góð­verk.

Góð­verk þurfa ekki að vera stór til að skipta máli því það er hug­ur­inn og frum­kvæð­ið sem máli skipta.

Umb­un­in get­ur fal­ist í þakk­ar­orð­um eða ein­lægu brosi þess sem þigg­ur, en ríku­leg­asta umb­un­in er þó eig­in vellíð­an yfir að hafa orð­ið að liði – unn­ið góð­verk.

Starfs­menn Bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar  láta ekki sitt eft­ir liggja og munu taka þátt í Góð­verka­dög­un­um af heil­um hug. All­ir starfs­menn hafa að­g­ang að svo­kall­aðri Góð­verka­bók þar sem hægt er að skrifa inn í góð­verk hvers dags, þeir geta hrósað sam­starfs­fólki með því að skrifa hrós á miða og setja í skál á kaffi­stof­un­um.

Góð­verka­dag­ur skáta

Skát­ar um all­an heim hafa hald­ið 22. fe­brú­ar há­tíð­leg­an, dag­ur­inn er fæð­inga­dag­ur Baden Powell stofn­anda skáta­hreyf­ing­ar­inn­ar og er
er­lend­is kall­að­ur Think­ing day. Ís­lensk­ir skát­ar vilja láta at­hafn­ir fylgja hugs­un­um og því köll­um við 22. fe­brú­ar Góð­verka­dag­inn.

All­ir skát­ar gera að minnsta kosti eitt góð­verk á dag alla daga árs­ins, en Góð­verka­dag­ana vilj­um við einn­ig nýta til að hvetja aðra til um­hugs­un­ar og at­hafna um að láta gott af sér leiða og gera góð­verk.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00