Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. febrúar 2012

Gjör­bylt að­staða fyr­ir bar­dag­aí­þrótt­ir og fim­leika auk fé­lags­að­stöðu UMFA með nýj­um 1200 fm við­bygg­ingu og 300 fm milli­lofti sem verð­ur tekin í notk­un um næstu ára­mót.

Ákveð­ið hef­ur ver­ið að ráð­ast í fram­kvæmd­ir við 1200 fm við­bygg­ingu við íþróttamið­stöð­ina að Varmá sem hýsa mun starf­semi fim­leika- og bar­dag­aí­þrótta­deilda Aft­ur­eld­ing­ar sem og að skapa mögu­leika á auk­inni fé­lags­að­stöðu fé­lags­ins. Heild­ar­kostn­að­ur við þessa fram­kvæmd er um 135 m.kr.

Um er að ræða stál­grind­ar­hús sem byggt verð­ur aust­an við eldri íþrótta­sal­inn og inn­an­gengt verð­ur milli sal­anna. „Það er ljóst að þessi við­bót á hús­næð­is­kosti að Varmá verð­ur mik­il lyftistöng fyr­ir Aft­ur­eld­ingu, ekki að­eins fyr­ir fim­leika og bar­daga­deild­irn­ar held­ur líka að­r­ar deild­ir fé­lags­ins, því við þetta skap­ast meira rými í öðr­um íþrótta­söl­um fyr­ir þær íþrótta­grein­ar,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri. Marg­ar deild­ir munu njóta ávinn­ings af nýja hús­inu Það er ljóst að flest­ar ef ekki all­ar deild­ir fé­lags­ins munu njóta ávinn­ings af þessu nýja íþrótta­húsi og fögn­um við því mjög að það sé að verða að veru­leika. Jafn­framt hef­ur Mos­fells­bær sam­þykkt að hefja vinnu með Aft­ur­eld­ingu um grein­ingu á fram­tíð­ar­þörf íþrótta­mann­virkja fé­lag­ins,“ seg­ir Sæv­ar Krist­ins­son formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar.

Bæj­ar­stjórn sam­þykkti á síð­asta fundi sín­um að ráð­ast í fram­kvæmd­ir við 1200 fm við­bygg­ingu við Íþróttamið­stöð­ina að Varmá sem hýsa mun starf­semi fim­leika­deild­ar og bar­dag­aí­þrótta­deild­ir Aft­ur­eld­ing­ar sem og að skapa mögu­leika á auk­inni fé­lags­að­stöðu.

Að sögn Har­ald­ar Sverris­son­ar bæj­ar­stjóra er for­saga þessa máls sú að Aft­ur­eld­ing rit­aði bæn­um bréf í júlí á síð­asta ári þar sem óskað var eft­ir því að bær­inn gerði fé­lag­inu kleift að leigja hús­næði sem nýst gæti fim­leika­deild, taikwondo­deild og kara­te­deild og um leið leysa brýn­asta hús­næð­is­vanda fé­lags­ins. „Það er búið að fara yfir kosti í þessu sam­bandi síð­an og eft­ir vand­lega yf­ir­ferð var það nið­ur­stað­an að hag­kvæm­ast væri að bæta við íþrótta­sal við Íþróttamið­stöð­ina að Varmá,“ seg­ir Har­ald­ur. „Það er vilji bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar að koma til móts við þessa þörf Aft­ur­eld­ing­ar og hér er um hag­kvæma fram­kvæmd að ræða sem rúm­ast inn­an þess fjár­hags­lega svig­rúms sem bær­inn hef­ur til fram­kvæmda.“

Von­ast er til að hægt verði að taka þenn­an nýja sal í notk­un um næstu ára­mót lang­þráð að­staða fyr­ir fé­lags­starf­ið. „Við flutn­ing fim­leika- og bar­daga­deilda úr nú­ver­andi að­stöðu mun verða hægt að flytja til ýms­ar deild­ir og gera þeim kleift að rækta sitt hlut­verk og starf­semi á mun betri hátt en áður. Hand­bolt­inn mun til að mynda fær­ast í ann­an sal sem upp­fyll­ir kröf­ur HSÍ sem sal­ur­inn í dag ger­ir ekki. Blak­ið fær auk­ið rými í hús­inu ásamt því að bæði yngri deild­ir knatt­spyrn­unn­ar og eins frjáls­ar ættu að geta feng­ið inni­tíma í hús­inu yfir vet­ur­inn. Síð­ast en ekki síst mun Aft­ur­eld­ing fá lang­þráða að­stöðu fyr­ir fé­lags­starf­ið og eins auk­ið rými fyr­ir skrif­stofu fé­lags­ins,“ seg­ir Sæv­ar Krist­ins­son formað­ur Aft­ur­eld­ing­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00