Það er óhætt að óska Mosfellingnum, Grétu Salóme Stefánsdóttur, innilega til hamingju því svo sannarlega kom hún, sá og sigraði í úrslitakeppni Söngvakeppni sjónvarpsins 2012 sem fram fór í Hörpu sl. laugardagskvöld. Lag hennar “Mundu eftir mér„ varð hlutskarpast eftir harða úrslitakeppni og verður því framlag Íslands í Eurovision sem fram ber í Baku í Azerbaijan 22. – 26. maí nk.
Í nýjasta tölublaði Mosfellings voru Mosfellingar hvattir til að muna eftir Grétu og nú er ljóst að þeir hafa tekið áskoruninni.
Á bls. 4 í blaðinu má sjá viðtalið við hana sem tekið var fyrir úrslitakeppnina. http://mosfellingur.is/.