Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. mars 2012

Í sum­ar býð­ur Mos­fells­bær upp á störf fyr­ir ungt fólk líkt og und­an­farin ár.

„Við mun­um ráða um 30 manns í það sem við köll­um hefð­bund­in sum­arstörf eins og stöð­ur sund­lauga­varða í íþróttamið­stöðv­un­um og flokks­stjóra í garð­yrkju­deild, Vinnu­skóla og Íþrótta- og tóm­stunda­skóla,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri. „Þessi störf eru að mestu leyti ætluð fólki sem er 20 ára eða eldra. Þar að auki mun­um við bjóða upp á sum­ar­átaks­störf fyr­ir ungt fólk á aldr­in­um 17 til 20 ára. Þar ger­um við ráð fyr­ir að bjóða allt að 100 manns vinnu til við­bót­ar. Þarna eru til dæm­is störf í garð­yrkju­deild, á leik­skól­um, af­greiðsla í íþróttamið­stöðv­um auk fjöl­breyttra starfa á veg­um fé­laga­sam­taka. Við ger­um ráð fyr­ir að sam­starfi við Vinnu­mála­stofn­un um sum­arstörf fyr­ir skóla­fólk eins og tvö síð­ustu sum­ur.“

Edda Dav­íðs­dótt­ir tóm­stunda­full­trúi og Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir mannauðs­stjóri hafa yf­ir­um­sjón með ráðn­ing­um sum­ar­starfs­fólks. Að sögn Sig­ríð­ar verða sum­arstörfin aug­lýst á vef Mos­fells­bæj­ar þann 14. mars. „Það verð­ur ein­ung­is hægt að sækja um störfin ra­f­rænt. Um­sókn­ar­frest­ur­inn er til 28. mars og það er mjög mik­il­vægt að all­ir sæki um fyr­ir þann tíma. Þeir sem sækja um eft­ir það geta ekki bú­ist við að fá vinnu.“

Hvenær má fólk bú­ast við að fá svar um hvort það fái sum­ar­vinnu? „Við stefn­um á að svara öll­um um­sókn­um þann 20. apríl. Ef okk­ur tekst ekki að verða við öll­um um­sókn­um þá fer fólk­ið sjálf­krafa á bið­lista og við lát­um svo vita um leið og starf losn­ar. Það er okk­ar reynsla að unga fólk­ið ræð­ur sig í sum­arstörf fram eft­ir vori. Það eyk­ur lík­urn­ar á að geta orð­ið við öll­um um­sókn­um.“

Har­ald­ur og Sig­ríð­ur hvetja ung­menni 17 ára og eldri að kynna sér upp­lýs­ing­ar um sum­arstörfin um leið og þau birt­ast á vef bæj­ar­ins þann 14. mars og sækja um áður en um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út 28. mars. Störfin verða einn­ig aug­lýst í Mos­fell­ingi þann 15. mars.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00