Síðasti umsóknardagur fyrir sumarstörf fyrir ungt fólk er 30. mars 2011
Mosfellsbær auglýsir laus til umsóknar sumarstörf fyrir ungt fólk sem er búsett í Mosfellsbæ. Alls er boðið upp á 140 störf.
Síðasti umsóknardagur í Vinnuskóla í dag, 30. mars
Vinnuskóli Mosfellsbæjar sumarið 2011 verður starfræktur á tímabilinu 9. júní til 28. júlí og er skólinn í boði fyrir unglinga sem voru að ljúka 8., 9. og 10. bekk og eru með lögheimili í Mosfellsbæ. Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fer nú fram í gegnum íbúagátt á www.mos.is/ibuagatt. Umsóknarfrestur er til 30. mars.
Nemandi í Lágafellskóla meðal 12 vinningshafa
Afmælisnefnd vegna afmælis Jóns Sigurðssonar í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið efndi nýverið til ritgerðasamkeppninnar Kæri Jón… af tilefni 200 ára afmælis Jóns
Fræðslufundur um íbúalýðræði
Mosfellsbær stendur fyrir fræðslufundi um íbúalýðræði undir yfirskriftinni Íbúalýðræði – hvernig og hvers vegna? Fræðslufundurinn verður haldinn í Krikaskóla í kvöld, þriðjudaginn 22. mars kl. 20-22 og er öllum opinn.
Vegir efnisins - umfjöllun í Víðsjá
Listasalur Mosfellsbæjar minnir á sýninguna Vegir efnisins, sem lýkur laugardaginn 26. mars nk. Á sýningunni eru ný verk; ljósmyndir og teikningar Þóru Sigurðardóttur. Þátturinn Víðsjá sendir í dag (þriðjudag) út viðtal Elísabetar Indru Ragnarsdóttur við Þóru í tilefni sýningarinnar.
Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar 2011
Í gærkvöldi fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar.
Best að búa í Mosó og Garðabæ
Mosfellsbær er, ásamt Garðabæ, besta sveitarfélagið til að búa í að mati íbúa og hvergi er meiri ánægja með skipulagsmál. Þetta kemur fram í könnun Capacent þar sem mæld var ánægja með þjónustu sveitarfélaga.
Stofnfundur heilsuklasa að Reykjalundi 28. mars
Stofnfundur heilsuklasa fer fram að Reykjalundi mánudaginn 28. mars kl. 17:30. Tilgangurinn með samstarfinu er að koma á laggirnar klasa til að byggja upp og efla alla starfsemi og þekkingu á sviði heilsueflingar, heilsuræktar og endurhæfingar í Mosfellsbæ.
Styrkir til efnilegra ungmenna 2011
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2011
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Lágafellsskóla 17. mars kl. 20:00.
Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar 27. nóvember 2011
Laugardaginn 27. nóvember kl. 16 verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar á Miðbæjartorginu.
Efnilegir tónlistarnemendur í Mosfellsbæ
Laugardaginn 12. mars var fór fram fyrri hluti uppskeruhátíðar tónlistarskólanna er nefnist Nótan.
Opið hús hjá Skólahljómsveit á sunnudag
Á sunnudag verður opið hús hjá Skólahljómsveitinni í Varmárskóla frá kl. 10.00 – 12.00 þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri á því að kynnst því hvernig skólahljómsveitin vinnur á æfingum.
Íbúagátt lokuð í kvöld vegna viðhalds
Vegna reglulegs viðhalds tölvukerfa hjá Mosfellsbæ verður upplýsingakerfum Mosfellsbæjar lokað frá klukkan 17 og fram á kvöld. Á þeim tíma verður íbúagátt og fundargátt nefndar- og starfsmanna ekki aðgengileg.
Tónleikar í Bæjarleikhúsi á sunnudagskvöld - aðgangur ókeypis
Þrjár hljómsveitir leiða hesta sína saman á stórskemmtilegum tónleikum á vegum tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar sem fram fara í Bæjarleikhúsinu á sunnudaginn 13.mars kl. 20. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem tónlistin verður afar fjölbreytileg. Aðgangur ókeypis.
Auglýsing um húsaleigubætur
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka, eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum, gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og/eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings.
Jón Kalman í Bókasafni í kvöld
Dagskrá um Jón Kalman Stefánsson rithöfund og bæjarlistamann Mosfellsbæjar verður í Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld kl. 20:00 – 21:30.
VEGIR EFNISINS
Dagur Listaskólans 5. mars 2011
Opið hús kl. 11:00 – 13:00 í Listaskólanum Háholti 14, 3ju hæð, og hjá Leikfélagi Mosfellssveitar í Bæjarleikhúsinu.
Frábær árangur í frjálsum
Helgina 26-27. febrúar var yngsta frjálsíþróttafólk Aftureldingar að ljúka innanhússkeppnistímabilinu með miklum glæsibrag á Íslandsmóti 11 til 14 ára í Laugardalshöll.