Laugardaginn 12. mars var fór fram fyrri hluti uppskeruhátíðar tónlistarskólanna er nefnist Nótan.
Tónlistarskólar af höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum sendu þátttakendur á þessa hátíð, sem fer þannig fram að 3ja manna dómnefnd hlýðir á flytjendur og velur efnilega þátttakendur, sem hljóta þann heiður að vera fulltrúar síns skóla á lokahátíðinni, sem fram fer í Langholtskirkju laugardaginn 26. mars næstkomandi. Þar koma fram bestu tónlistaratriðin af öllu landinu.
Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar sendi fjóra unga þverflautunemendur, sem léku lag úr teiknimyndaseríunni „The Flinstones“ undir stjórn Pamelu De Sensi og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar lék „Instant Concert“ undir stjórn Daða Þórs Einarssonar.
Báðir þessir hópar voru valdir og fengu viðurkenningu og munu leila á lokahátíðinni í Langholtskirkju 26. mars og þar fá viðurkenningar og verðlaun 9 dagskráratriði sem þykja framúrskarandi.
Frammistaða nemendanna var staðfesting á því góða starfi sem unnið er í tónlistarmálum í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.