Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. mars 2011

Laug­ar­dag­inn 12. mars var fór fram fyrri hluti upp­skeru­há­tíð­ar tón­list­ar­skól­anna er nefn­ist Nót­an.

Tón­list­ar­skól­ar af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Suð­ur­landi og Suð­ur­nesj­um sendu þátt­tak­end­ur á þessa há­tíð, sem fer þann­ig fram að 3ja manna dóm­nefnd hlýð­ir á flytj­end­ur og vel­ur efni­lega þátt­tak­end­ur, sem hljóta þann heið­ur að vera full­trú­ar síns skóla á loka­há­tíð­inni, sem fram fer í Lang­holts­kirkju laug­ar­dag­inn 26. mars næst­kom­andi. Þar koma fram bestu tón­list­ar­at­rið­in af öllu land­inu.

Tón­list­ar­deild Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar sendi  fjóra unga þverf­lautu­nem­end­ur, sem léku lag úr teikni­myndaserí­unni „The Flin­st­ones“ und­ir stjórn Pamelu De Sensi og Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar lék „In­st­ant Concert“ und­ir stjórn Daða Þórs Ein­ars­son­ar.

Báð­ir þess­ir hóp­ar voru vald­ir og fengu við­ur­kenn­ingu og munu leila á loka­há­tíð­inni í Lang­holts­kirkju 26. mars og þar fá við­ur­kenn­ing­ar og verð­laun 9 dag­skrár­at­riði sem þykja framúrsk­ar­andi.

Frammistaða nem­end­anna var stað­fest­ing á því góða starfi sem unn­ið er í tón­list­ar­mál­um í Mos­fells­bæ.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00