Í gærkvöldi fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar.
Keppnin fór mjög vel fram og voru keppendur einstaklega glæsilegir og virðulegir í framkomu. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir góða kvöldstund og óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Úrslitin voru eftirfarandi:
1. sæti: Kristín María Þorsteinsdóttir Lágafellsskóla
2. sæti: Alexander Sigurðsson Varmárskóla
3. sæti: Katrín Alda Ámundadóttir Lágafellsskóla
Aðrir keppendur voru:
- Alexander Sigurðsson, Varmárskóla
- Andrea Dagbjört Pálsdóttir, Lágafellsskóla
- Aníta Rut Ólafsdóttir, Lágafellsskóla
- Arnór Breki Ásþórsson, Lágafellsskóla
- Bernhard Linn Hilmarsson, Varmárskóla
- Katrín Alda Ámundadóttir, Lágafellsskóla
- Kristín María Þorsteinsdóttir, Lágafellsskóla
- Kristófer Beck Bjarkason, Varmárskóla
- Magnús Þór Sveinsson, Varmárskóla
- Sara Katrín D´Mello, Varmárskóla
Dagskrá keppninnar var fjölbreytt, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri sá um opnun og kynningu hátíðarinnar, tónlistaratriði var frá Listaskóla Mosfellsbæjar þar sem Andrea Dagbjört Pálsdóttir og Hugrún Elfa Sigurðardóttir léku á þverflautu og Magnús Þór Sveinsson lék á píanó, Skólakór Varmárskóla söng. Veitingar voru í boði Mjólkursamsölunnar, Mosfellsbakarís og Krónunnar.
Að keppninni standa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn. Í samtökunum eru:
- Heimili og skóli
- Íslensk málnefnd
- Háskóli Íslands, Menntavísindasvið
- Kennarasamband Íslands
- Rithöfundasamband Íslands,
- Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna
- Samtök móðurmálskennara í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara á hverjum stað
Félag íslenskra bókaútgefenda veitir öllum keppendum bókaverðlaun.
Sparisjóðurinn Byr veitir þremur bestu flytjendunum peningaverðlaun.
Mosfellsbær veitir öllum keppendum verðlaun, bókina Innansveitarkróniku eftir Halldór Laxness og geisladiskinn …Og fjöllin urðu kyr.
Styrktaraðilar hátíðarinnar heima í héraði eru Mosfellsbakarí og Krónan í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar