Vinnuskóli Mosfellsbæjar sumarið 2011 verður starfræktur á tímabilinu 9. júní til 28. júlí og er skólinn í boði fyrir unglinga sem voru að ljúka 8., 9. og 10. bekk og eru með lögheimili í Mosfellsbæ. Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fer nú fram í gegnum íbúagátt á www.mos.is/ibuagatt. Umsóknarfrestur er til 30. mars.
Vinnuskóli Mosfellsbæjar sumarið 2011 verður starfræktur á tímabilinu 9. júní til 28. júlí.
Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fer nú fram í gegnum íbúagátt á www.mos.is/ibuagatt. Umsóknarfrestur er til 30. mars.
Daglegur rekstur Vinnuskólans skólans er í höndum tómstundarfulltrúa, Markmið skólans eru:
- Að kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað
- Akenna nemendum að umgangast bæinn sinn
- Að auka skynjun og virðingu nemenda fyrir umhverfinu.
- Að veita nemendum vinnu yfir sumartímann.
Forráðamenn unglinga sækja um vinnu fyrir börnin sín í gegnum Íbúagáttina. Þar er hægt að velja hvaða tímabil unglingurinn vinnur. Þeir sem að sækja um á tilteknu tímabili fá vinnu, en þó með þeim fyrirvara að ekki geta allir átt von á fá vinnu það tímabil sem að þeir óska eftir. Allir umsækjendur munu fá póst sendan þegar að raða hefur verið niður í flokka.
Vinnutímabil:
- 8. bekkur: tvö tímabil A. 9 júní – 1. júlí / B. 4 júlí til 23. júlí (52 klst)
- 9. bekkur: tvö tímabil . A. 9 júní – 8. júlí / B. 4. júlí til 28. júlí (94 klst)
- 10. bekkur: tvö tímabil A. 9 júní – 8 júlí / B 4. júlí til 28 júlí (110 klst)