Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Helg­ina 26-27. fe­brú­ar var yngsta frjálsí­þrótta­fólk Aft­ur­eld­ing­ar að ljúka inn­an­hús­skeppn­is­tíma­bil­inu með mikl­um glæsi­brag á Ís­lands­móti 11 til 14 ára í Laug­ar­dals­höll.

Aft­ur­eld­ing sendi fjór­tán kepp­end­ur á mót­ið og kom heim með sjö verð­laun en nítj­án sinn­um voru Mos­fell­ing­ar í úr­slit­um, sem er frá­bær ár­ang­ur.

Mið­að við kepp­enda- og liða­fjölda (337 kepp­end­ur/18 lið) var Aft­ur­eld­ing litla lið­ið. Þrátt fyr­ir þá stað­reynd voru 14 ára og 13 ára flokk­arn­ir okk­ar í þriðja sæti ár­ang­urs­lega séð í sín­um ald­urs­flokk­um.

Í þrett­án ára flokki náði Arnór Breki Ás­þórs­son að landa Ís­lands­meist­ara­titli í há­stökki en hann stökk 1.58m.

Eft­ir mót­ið var sér­stak­lega talað um þenn­an góða ár­ang­ur litla fé­lags­ins í Mos­fells­bæ.

Til ham­ingu krakk­ar, með þenn­an ár­ang­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00