Helgina 26-27. febrúar var yngsta frjálsíþróttafólk Aftureldingar að ljúka innanhússkeppnistímabilinu með miklum glæsibrag á Íslandsmóti 11 til 14 ára í Laugardalshöll. Afturelding sendi fjórtán keppendur á mótið og kom heim með sjö verðlaun en nítján sinnum voru Mosfellingar í úrslitum, sem er frábær árangur.
Helgina 26-27. febrúar var yngsta frjálsíþróttafólk Aftureldingar að ljúka innanhússkeppnistímabilinu með miklum glæsibrag á Íslandsmóti 11 til 14 ára í Laugardalshöll. Afturelding sendi fjórtán keppendur á mótið og kom heim með sjö verðlaun en nítján sinnum voru Mosfellingar í úrslitum, sem er frábær árangur.
Miðað við keppenda- og liðafjölda (337 keppendur/18 lið) var Afturelding “litla liðið”. Þrátt fyrir þá staðreynd var 14 ára og 13 ára flokkarnir okkar í þriðja sæti árangurslega séð í sínum aldursflokkum.
Í þrettán ára flokki náði Arnór Breki Ásþórsson að landa Íslandsmeistaratitli í hástökki, en hann stökk 1.58m.
Eftir mótið var sérstaklega talað um þennan góða árangur lítla félagsins í Mosfellsbæ.
Til hamingu, krakkar, með þennan árangur.
Á myndinni eru Sandra Eriksdóttir og Arnór Breki Ásþórsson.