Á sunnudag verður opið hús hjá Skólahljómsveitinni í Varmárskóla frá kl. 10.00 – 12.00 þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri á því að kynnst því hvernig skólahljómsveitin vinnur á æfingum.
Á sunnudag verður opið hús hjá Skólahljómsveitinni í Varmárskóla frá kl. 10.00 – 12.00 Dagur listaskólans var um síðustu helgi en þá náðist ekki að vera með neina sérstaka dagksrá. Nú ætlar Skólahljómsveitin að opna húsið og gefa gestum og gangandi sýnishorn af því hvernig við vinnum hér á æfingum. Skólahljómsveitin er til húsa í Varmárskóla og er gengið inn á syðri enda skólans sem næstur er Varmárlaug.