Mosfellsbær stendur fyrir fræðslufundi um íbúalýðræði undir yfirskriftinni Íbúalýðræði – hvernig og hvers vegna? Fræðslufundurinn verður haldinn í Krikaskóla í kvöld, þriðjudaginn 22. mars kl. 20-22 og er öllum opinn.
Mosfellsbær vinnur nú að gerð lýðræðisstefnu undir stjórn starfshóps um lýðræðismál.
Mosfellsbær stendur fyrir fræðslufundi um íbúalýðræði undir yfirskriftinni Íbúalýðræði – hvernig og hvers vegna? Fræðslufundurinn er öllum opinn.
Starfshópurinn leggur mikið upp úr samstarfi og samráði við íbúa um gerð lýðræðisstefnu og mun halda vinnufund 50 íbúa sem hafa verið valdir af handahófi úr þjóðskrá. Sá fundur mun fara fram með nokkurs konar þjóðfundarfyrirkomulagi og verður haldinn þriðjudaginn 29. mars nk.
Þá hefur verið stofnað sérstakt netfang til að auðvelda samskipti við fulltrúa lýðræðisnefndar, lydraedisnefnd[hja]mos.is.
Íbúalýðræði – hvernig og hvers vegna?
Fræðslufundur um íbúalýðræði verður haldinn í Krikaskóla þriðjudaginn 22. mars kl. 20-22.
Dagskrá:
20.00-20.10 Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri og formaður starfshóps um lýðræðismál, setur fundinn.
20.10-20.40 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði Háskóla Íslands: Íbúalýðræði og annað lýðræði – Íbúalýðræði og tengsl þess við hefðbundið fulltrúalýðræði. Reynt er að skýra hvers vegna vaxandi áhugi er á íbúalýðræði en jafnframt fjallað um kosti þess og takmarkanir
20.40-21.10 Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands: Íbúakosningar og aðrar aðferðir – Hvaða reglur gilda um íbúakosningar? Hvaða verkfæri eða aðferðir gætu nýst betur til eflingar íbúalýðræðis og þátttökulýðræðis?
21.10-22.00 Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri er Stefán Ómar Jónsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Mosfellsbæjar.
Fundurinn er öllum opinn. Bæjarbúar hvattir til að mæta