Listasalur Mosfellsbæjar minnir á sýninguna Vegir efnisins, sem lýkur laugardaginn 26. mars nk. Á sýningunni eru ný verk; ljósmyndir og teikningar Þóru Sigurðardóttur. Þátturinn Víðsjá sendir í dag (þriðjudag) út viðtal Elísabetar Indru Ragnarsdóttur við Þóru í tilefni sýningarinnar.
Listasalur Mosfellsbæjar minnir á sýninguna Vegir efnisins, sem lýkur laugardaginn 26. mars nk. Á sýningunni eru ný verk; ljósmyndir og teikningar Þóru Sigurðardóttur.Kveikju verkanna á sýningunni er að finna í safni af gömlu dönsku bændakeramiki. Þátturinn Víðsjá sendir í dag (þriðjudag) út viðtal Elísabetar Indru Ragnarsdóttur við Þóru í tilefni sýningarinnar.
Þóra Sigurðardóttir stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í Danmörku. Hún hefur sýnt verk sín hérlendis og erlendis og eru verk hennar í eigu opinberra safna á Íslandi og í Danmörku. Þóra hefur jafnframt unnið við kennslu og verkefnisstjórnun við Myndlistaskólann í Reykjavík, Knowhow 1, Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans og Nýpurhyrnu.